Mig langaði aðeins að fjalla um Safari vefinn.
Eitt skipti þegar að ég downloadaði nýrri tegund af itunes bauðst mér að downloada Safari vefnum í windows tölvuna mína.
Ég ákvað að prufa þetta þar sem ég er svoldið fiktin.
Mér fannst útlitið frekar kúl og ákvað að nota hann til reynslu sem ‘' default browser ’' .
Hann er að flestu leiti mjög svipaður firefox 2.
Mér hefur ekki enn tekist að stilla ‘' homepage ’' svo alltaf þegar ég fer á netið er forsíðan apple.com .
Þar kemur mínus. ( vonandi er hægt að setja homepage, en mér hefur ekki tekist það - jafnvel þó ég hafi eitt ófáum tímum í að leita að leið. )
Mér hefur fundist oft vera að koma upp vandamál með svona týpískum error - um. Og finnst mér hann vera frekar lengi að vinna.
STÓR mínus.
En svo eigum við eftir að finna plúsana.
Plúsarnir sem ég sé m.v aðra Browsera er sá að útlitið er mjög töff og það koma ENGIR popups sem er algjör plús.
En , það er ekki langt síðan ég downloadaði Firefox 3 og þar hef ég ekki verið að fá popups .
Eftir mína niðurstöður á Safari vefnum sem hægt er að nálgast http://www.apple.com/safari/download/ held ég mig við Firefox 3, - ég er að kanna Opera 9,5 ;p