Formáli
Ég ákvað að henda inn stuttri grein sem útskýrir hvernig maður getur nýtt sér Tor til þess að ‘fela ip töluna sína’. Ég veit að þið sem vitið eitthvað um tölvur hugsið að það sé ekki hægt að fela ip töluna sína, en ég nenni ekki að fara út í smámunasemi og ég nota bara það hugtak sem flestir John Does tölvunotenda myndu nota. Ég tók einnig eftir því að veoh.com væri búið að loka á okkur ísbirnina, sem er að sjálfsögðu algjör vitleysa og ég ákvað þess vegna að upplýsa ykkur um forritið tor.
Hvað er Tor?
Tor stendur fyrir The Onion Router. Tor er frítt og Open-Source forrit sem nýtir sér svokallaðar “onion nodes” til að tengja sig í gegnum(Oftast/alltaf margar nodes í einu) áður en maður tengir sig við endastaðinn sem gerir það að verkum að þú ert nánast að ‘fela ip töluna þína’. Þessar “onion nodes” eru einfaldlega fólk úti í heimi sem hefur ákveðið að hjálpa öðrum notendum við að dulbúa sig á internetinu. Þaes. að þú getur sjálfur startað onion node, en það er ansi mikil traffík sem myndi ganga í gegnum tölvuna þína að jafnaði og það myndi mjög líklega hægja á internet tengingunni þinni.
Pointið er allavega að þetta verkefni veltur algjörlega á því að fólk kunni að gefa með sér, svo að segja(Við könnumst örugglega öll við torrent(Ath. þessir tveir hlutir eru ekki tengdir)).
Hvernig byrja ég?
Ég ætlaði að hafa þetta stutt og laggott og þess vegna hendi ég mér í þetta.
Byrjið á því að fara inn á http://www.torproject.org/download.html.en
Farið þar í efsta linkinn og náið í “Stable” útgáfuna(í dag er það 1.2.19).
Downloadið og installið, ekki flóknara.
Þegar þið eruð búin að installa, þá ættuð þið að sjá lítinn lauk neðst í hægra horninu, samt bláum icon með hvítu P.
Þú varst í raun ekki bara að downloada tor, heldur tor og privoxy í svokölluðu Vidalia Bundle sem er samansafn af forritum sem gerir þér kleift að dulbúa þig á netinu.
Allavega, þegar að þessu er komið, þá þarf að gera sér grein fyrir einu: Tor galdrar ekki öll forrit í að dulbúa sig - það þarf að stilla þau til þess, og ekki öll forrit styðja það. IE og Firefox og flest önnur stór forrit gera það hins vegar.
Það er að gerast núna er að Privoxy hefur sett up proxy á tölvunni þinni - þú getur notað þína eigin tölvu til að tengjast í gegnum keðjur af proxies áður en þú nærð á áfangastað.
Ég mun einungis sýna hvernig maður stillir firefox til þess að fela ip töluna þína - rest er hægt að finna á www.torproject.org.
Firefox stillingar
Byrjið á því að hægri-klikka á P-ið niðri í horninu og vera viss um að það sé hakað við “Enable”.
Klikkið einnig á laukinn og á “Start tor” ef það er ekki kveikt á því.
Núna er proxy server á tölvunni þinni á porti 8118.
Farið inn í firefox -> Tools -> Options -> Advanced.
Veljið network flipann og undir “Connection” veljið “Settings”.
Veljið þar “Manual proxy configuration” og hakið við “Use this proxy server for all protocols”
Í “HTTP Proxy” skrifið þið “127.0.0.1” og í port skrifið þið “8118”. farið í OK og út úr þessu.
Hvað nú?
Ekkert. Þú ert búinn. Prófaðu að fara á www.myip.dk og sjáðu hvað kemur. Ef það kemur eitthvað sem endar EKKI á .is í hostname þá ert þú að tengjast annarstaðar frá.
Þú gætir hins vegar gert eitt - farðu á addons.mozilla.org og náðu í torbutton. Það gerir það að verkum að ef þú vilt t.d. bara setja up tor til að geta komist á veoh.com án þess að fara í gegnum einhverja pólska síðu, þá geturðu klikkað einu sinni til að setja tor á og aftur til að taka það af.
Flóknara var þetta ekki. Ef það er eitthvað vesen, getið þið spurt eða bara athugað torproject.org.
Með þessu lýkur þættinum í kvöld - verið þið sæl.