Ég ætla aðeins að gagnrýna stefnuna í nettenginum hér á landi.
Við erum alltaf að sjá auglýsingar í blöðum um nýjar og nýjar nettengingar og stöðugt hjal um hvað Ísland sé komið langt í þeim málum. En það er bara þannig á suðvesturhorninu. Við sem búum úti á landi verðum bara að sætta okkur við hægvirkar og ótrúlega dýrar tengingar eins og 56K og isdn tengingarnar eru. Mér finnst þetta vera alveg út í hött að þjónustan sé svona léleg hérna. Ég er ekki að gagnrýna fyrirtækin, þau eru bara að reyna að græða, sem er bara mjög gott mál. Ég er að gagnrýna sveitarfélögin.
Sveitarfélög landsins eru að dæla miljörðum í jarðgöng, snjóflóðavarnagarða og ýmisleg önnur “bráðnauðsynleg” verkefni. En á meðan sitja allskonar önnur mál á hakanum. Eitt þessara mála er netvæðingin. Ég skil ekki af hverju ekki er hægt að taka kannski nokkrar milljónir af einhverjum af þessum milljörðum sem fara í allar þessar stórframkvæmdir og nota þær til að koma upp almennilegri internetþjónustu? Ég get ekki ýmindað mér að það kosti meira en eina milljón að setja upp wireless stöð í mjög litlum bæ. Ég er viss um að það væri mjög góð fjárfesting fyrir framtíðina.
Ástæðan fyrir flóttanum frá landsbyggðinni er sú að hún er orðin gamaldags. Ég held að átak í internetþjónustu væri sterkur leikur í að færa landsbyggðina aðeins upp úr fortíðinni og inn í framtíðina.