Takk fyrir og sömuleiðis, EN… Mér finnst mjög leiðinlegt að sjá stjórnendur nota “greinar” til að senda inn jólakveðjur til notenda áhugamálanna.
Með því að senda inn jólakveðju í “greinar” þá ýtið þið öðrum notendum út og lengra í burtu af “forsíðu” og sjáið þar með til þess að greinar notenda fá ekki eins mikinn tíma á forsíðunni, grein sem þeir eru kannski búnir að leggja mikla vinnu í og eru að vonast eftir því að fá einhver viðbrögð við ef þær fá að liggja örlítið lengur á forsíðunni.
Núna eru allavega 12 “greinar” í kringum forsíðuna sem allar fjalla um það sama - Gleðileg jól. Vonandi sér maður þetta ekki endurtaka sig um áramótin með áramótakveðjur!!!
Kveðja: Tigercop sem meinar ekkert illt með þessu nöldri en vill meina að virðing við notendur og vinnu þeirra sé það sem stjórnendur verði að hafa í huga ef þeir ætlast til að notendur séu þokkalega ánægðir með Huga.is…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..