Hvað er málið í dag? Er ekki hægt að fá eitt svar samhengi…
Þeir sem hafa valdið geta látið “hagfræðinga” segja hvað sem er; hið hlutlausa samfélag háskóla og vísinda eru almennt sammála.
Ég er nokk viss um að hagfræðingar á vegum ríkisins séu eins “hlutlausir” og hver annar í ransóknum sínum.
Staðreyndirnar tala: Það hafa bara verið gerðar tvær rannsóknir af hlutlausum aðilum sem eru nógu stórar til að teljast vísindalega marktækar um alla heimsbyggðina; þessar rannsóknir eru það eina sem hlutlausir vísindamenn taka mark á í rökræðum sínum:
Ég vill endilega benda þér á heimildaleisið í þessum lið.
Sem og vill ég minna þig á að fyrir dómi eru allt “hlutlaust” og þegar kemur að því að sýna fram sekt viðkomandi þarf að sýna fram á að starfsemi hans bæði brjóti í bága við lög og hafi “neikvæð” áhrif á starfsemi stefnanda.
Vissulega hafa hlutlægir einstaklingar skrifað í almenningi bæði gegn og á móti , hinsvegar geta tölur - hvort sem þær séu frá hlutlausum eða hlutlægum aðila ekki verið “hlutlægar”. -
Einnig vill ég benda á að þó að sala á tónlist aukist einhverstaðar gildir það ekki yfir allan heiminn.
Það er annað veigamikið atriði sem countar hér: Það er annað sem bæði Harvard og kanadíska rannsóknin hafa leitt í ljós; Eftir því sem niðurhal eykst þá breytist dreifing sölunnar, þeas sala á því vinsælasta, gefið út af stærstu útgefendunum, minnkar verulega. Á meðan eykst verulega sala á minna þekktu efni gefnu út af minni útgefendum. Niðurhal gerir líka fyrirtækjum miklu erfiðara fyrir að stjórna neyslumynstri neytenda með auglýsingum.
Það vill svo til að þeir sem borga og stjórna hagsmunasamtökum eru einmitt stærstu útgefendurnir, og það eru einnig þeir sem stjórna neyslumynstri neytendanna mest með auglýsingum.
Hagsmunagæsluaðilar rétthafa tón og myndefnis eru einmit rétthafarnir sjálfir. Þeir er ganga í þetta “félagið”.
Þar af leiðandi er afstaða hagsmunagæsluaðila afstaða rétthafa tilheirandi samfélags.
Og afstaða rétthafa tilheirandi samfélgs er mótuð af hagfræðingum tölfræði sem og ráðleggingum hagfræðinga sem hafa það eitt að sjónarmiði að láta skjólstæðinga sína gróa gull á tám svo þeir geti nagað það af.
Og jafnvel þó afstaða rétthafa sé á einhvern hátt “vitlaus” gerir það ekki niðurhal á efni þeirra löglegt.
Þeir verða einungis að eiga það við sjálfan sig hvernig þeir ráðstafa eigin gersemum.
——–
Einnig vil ég benda á samhengis rof :
neikvæð áhrif á sölu myndefnis
Svo þó ég hafi lausbundið samhengin er þetta svar enþá út úr umræðunni.
— Það er deilt um þetta.
Eins og upprunalega svar mitt hvað á um.
Bætt við 28. nóvember 2007 - 18:03 Viðbót :
Áður en ég fæ 100bls svar um hve góður skóli Harward er vill ég undirstrika takmarka þessa umræðu.
Ég hef 0 áhuga á hvaða ransóknir eru góðar/betri/bestar og því loka ég umræðunni.
Ef það er eitthvað til viðbótar sem tengist samhenginu sjálfu er það vel þegið , annað má eiga við greinina og höfund hennar.