Hugmyndin er sú að Ísland bjóði upp á ókeypis nettengingu og taki forrystuna sem framfaraland heimsins. Með ókeypis nettengingu er ég að tala um að 256k ADSL tenging verði ókeypis og öll heimili landsins verði þannig nettengd, alveg frítt.
Náttúrulega er ekki hægt að hafa þetta alveg ókeypis því þá myndu fyrirtæki fara á hausinn í kjölfarið og það myndi stuðla að auknu atvinnuleysi og þá myndi þessi hugmynd fara í vaskinn. Fyrir hvað ætti að borga? Í fyrsta lagi þyrfti sá sem vill nýta sér þennan möguleika, þá þyrftu þeir að borga fyrir ADSL-módem. Þá yrði sanngjarnt að verðin gætu hækkað örlítið og orðið á bilinu 20-30 þúsund, ef það ætti að hugsa um hag fyrirtækjanna. Það yrði náttúrulega gífurleg sprengja á módema-markaðnum og þau fyrirtæki sem flytja inn ADSL-módem myndu græða gífurlega mikið á einni nóttu. Það þyrfti að borga fyrir internet-aðgang stuðlar að því að fyrirtæki eins og Margmiðlun, hringiðan og fleiri fara ekki á hausinn. Það yrði einnig rukkað fyrir útlandanotkun en innifalið í ókeypis tengingunni væri um 100 mb downloadlimit á mánuði. Þeir sem vilja meiri hraða en 256 og hærra downloadlimit þyrftu þá að borga sérstaklega fyrir það, sem yrði þá að vera sanngjarnt verð. Af hverju svona lágt geta einhverjir spurt, en það stafar af því að margir notendur netsins eru bara að flakka um vefsíður en ekki að niðurhlaða ógrynni af myndböndum og þes háttar. Þannig að það sem að ég er að tala um er að leggja niður þann kostnað sem kostar að vera með ADSL-tengingu og einnig leggja niður stofnkostnaðinn.
Hvað myndi þetta orsaka? Í fyrsta lagi sést þá að fleiri myndu nýta sér netið. Það myndi leiða til þess að það yrðu gerðar meiri kröfur og það myndi skapa atvinnu, en fyrir þá sem hafa ekki tekið eftir þá hefur aðeins dregið úr atvinnunni í tölvuiðnaðinum. Sprenging yrði og mikil eftirspurn yrði eftir forriturum, nethönnuðum, tölvunnarfræðingum o.s.frv. Ísland myndi taka forrystuna í netvæðingunni og verða að mjög miklu framfararíki. Fleiri ríki myndu gera Ísland að fyrirmynd. Fleiri netfyrirtæki myndu skjóta upp kollinum og skapa atvinnu eins og ég sagði frá áðan. Netmiðlar myndu verða gífurlega vinsælir, Netfréttir, eins og www.mbl.is, myndu taka gjald fyrir áskrift á netinu og þar með myndi þessi netvæðing spara pappír og þar með trén, hugsið ykkur ef að Sunday Times tæki upp á þessu. Það myndi draga úr öllum pappírsviðskiptum og þau yrðu að rafrænum viðskiptum. Fleiri skógum bjargað og það yrði fleirum bjargað ef allt gengi upp og önnur lönd myndu taka upp á því að fylgja fordæmi Íslands.
Hverjir eru gallarnir? Það eru náttúrulega einhverjir gallar á þessari netvæðingu, mér koma náttúrulega fáir í hug, en mér dettur einna helst í hug að það þyrfti að skapa gífurlega öruggt öryggiskerfi til þess að loka á hakkara. Ég tel reyndar að það muni gerast sjálfkrafa ef þessi netvæðing hefst og fleiri hugmyndasmiðir kæmu út á internetmarkaðinn. Ég veit ekki hvernig símalínur og sæstrengurinn myndu “höndla” þetta gífurlega álag, það þyrfti kannski að endurskoða það. Síminn myndi hugsanlega kvarta yfir fjármunatapi og koma á móti þessu með því að hækka gjöld á öllu öðru eins og venjulegum símum og þess háttar, en það myndi kannski bara bjóða upp á það að ný fyrirtæki myndu segja hæ og bjóða upp á ódýrari þjónustu og jafnvel netsíma! Netsímar, já, ef að þeir yrðu vinsælir þá myndi Landsíminn einnig tapa á því og væla eitthvað meira, en er þá ekki málið að setja upp kerfi þar sem að allir netsímar yrðu mældir, og þannig væri hægt að rukka fyrir þá.
Ég hef þessa grein ekki lengri en opna hér með fyrir umræðum, þið hugverjar hafið kannski eitthvað til málanna að leggja, segja, þetta er heimskulegt eða gáfulegt. Ég bið ykkur bara ekki um að segja að ég sé eitthvað tregur því bæði er það leiðinlegt og ég er í rauninni bara að segja frá hugmynd minni og opna umræður, sem jafnvel gætu virkað hvetjandi á ríkisstjórnina og hver veit! Ég gef ykkur hér með orðið og vona að fleiri hugmyndir komi í ljós og einnig verði bent á fleiri fylgikvilla sem þá er einnig hægt að spögúlera í!
Ísland Netfrjálst!
-Munkur-
-Munkur-