Nú auglýsti Íslandssími 256 Kbps ADSL tengingu á 2900 kr á mánuði og er Internettengign með 100 MB DL innifalin.

Ég var að hringja til þeirra, enda hljómar tilboðið vel.

En…

Netfang er ekki innifalið og ekki fáanlegt eins og þjónustufulltrúinn hljómaði og ekki heldur heimasíðupláss.

Ég þarf að borga einhverju fyrirtæki úti í bæ 4900 krónur fyrir uppsetningu (ég er ekki tækjafrík og treysti mér varla í að setja þetta upp sjálfur).

En það sem er verst…það er allt DL mælt.

Ef ég vil spila smá á netleiki…mælt
Ef ég vil hlusta eitthvað á útvarpið…mælt.
Ef ég vil sækja sýnishorn úr kvikmynd frá Háhraða…mælt
Ef ég vil sækja póstinn minn einhvers staðar frá…mælt
Ef ég vil skoða mbl.is…mælt

OMFG :-(

Ég myndi rúlla upp fleiri fleiri þúsundum króna í innanlandsDL.

Enda var auglýsingin eitthvað þannig að það væri ekki sagt frá öllu, enda var það líka þannig.