Ja.. gott tilboð? spurning…
Afhverju ekki að bera saman verð hjá LS og ÍS
Ok, hjá Íslandssíma, borgaru ekkert uppsetningargjald, og aðeins eitt mánaðargjald fyrir bæði internetþjónustu og ADSLið.
Tökum bara auglýsinguna frá Ísl síma, 2900 kr með 100Mb innifalin.
256/kbs
Hjá íslandssíma myndiru semsagt, ekki borga neitt startgjald.
Svo myndiru borga 2900kr á mánuði, og ef þú myndir
downloada meira en 100MB (innanlands sem utan) þá þarftu að borga 2.49kr fyrir hvert megabyte.
(Má nefna að 100MB eru mjög fljót að koma með því að skoða nokkrar heimasíður.)
Ef þú myndir panta ADSL hjá Landssímanum, þá þyrftiru að panta ADSL, stofngjald er 6000
og svo 2500kr á mán fyrir 256 kb/s tengingu.
Svo þyrftiru að panta þér internetþjónustu (t.d. Símann Internet).
Þar þyrftiru að borga 1220kr á mánuði fyrir 100mb innifalin. Og hvert megabyte framyfir kostar 2.5kr (alveg heilum AUR meira en íslandssíma).
Og þar á bæ er innanlandstraffík ótamörkuð/gefins, og bara er rukkað fyrir utanlandstraffík.
Þetta myndi gera 6 þús stofngjald + 1220+2500 kr á mánuði.
Semsagt 3770kr á mánuði.
Þarna ertu kominn með það, 3770kr á mánuði hjá Landssímanum,
og 2900kr á mánuði hjá íslandssíma.
Á meðan hjá íslandssíma myndiu þurfa að borga fyrir að lesa þessa grein og mbl.is en hjá Landssímanum myndiru lesa heilmikið hérna innanlands þér að kostnaðarlausu.
Og já… annað sem má taka inn í, þú segir að ekkert netfang ninifalið og heimasíðupláss hjá íslandssíma.
Hjá Landssímanum er: 10MB heimasíðupláss og 3 netföng innifalin.
Með download, ef þú ert á ircinu, lest mbl amk einusinni á dag, skoðar nokkra vefi, þá eru þessi 100MB komin til þín á nótæm!
Hvað þá ef þú ætlar að leika þér í leikjum líka…
Ég verð að segja að ég persónulega myndi velja Landssímann…
En það er náttúrulega bara mín skoðun.