Hér í þessari grein ætla ég að vekja áhuga á því hvað við ( nútíma fólk ) erum háð internetinu. Mín skoðun er að mjög margir myndu varla komast af á netsins, við skulum skoða málið nánar.
Nútíma maðurinn er svo háður internetinu að því fá engin orð lýst, Unglingarnir er húkt á MSN , spjallborðum, bloggsíðum, leikjum á leikjanet og álíka síðum, MMORPG, Skotleikjum í gegnum netið og svoleiðis drasli. Það er ekki talandi við þessa “netfíkla” þeir eru allt of uppteknir í tölvunni. Þessir unglingar okkar sem eiga víst að vera framtíðin og fara að stjórna landinu eftir einhvern tíma eru bara skrópandi í skólanum, sofandi í tímum vegna þess að þeir voru vakandi fram eftir allri nóttu í tölvuleikjum. Svo loksins þegar netfíklarnir okkar mæta í skólan læra þeir ekkert því þeir eru of uppteknir við að spjalla saman á msn eða blogga.
Svo eru það litlu börnin okkar, börn allt niður í leikskóla aldur eru farinn að nota netið og spila tölvuleiki á netinu, og mín skoðun er bara sú að það er alls ekki hollt fyrir svona litla krakka að nota tölvur mikið og hvað þá internetið, það er svo mikið af allskins óþvera sem börnin geta komist í vegna netsins.
Það eru ekki bara börn og unglingar sem nota netið í óhófi, heldur þeir sem eru ornir fullornir að sama skapi, þeir nota netið í vinnuni sem er svo sem ágætt þar sem er verið að vinna á netinu en það eru einnig til dæmi um fólk sem bloggar og spilar tölvuleiki eins og bubbles í tíma og ótíma þegar það á að vera að vinna. Einnig veit ég að sumt fólk spilar MMORPG þótt það sé löngu orðið fullorðið , svoleiðis er bara ekki heilbrigt, hvað þá um þessar kellingar sem gera heimasíður fyrir börnin sín á barnaland.is það er bara fáránlegt. Einnig hef ég heyrt um tilfelli þar sem menn hafa nánast tapað aleigunni í fjárhættuspilum á netinu.
Þetta er samt bara mín skoðun á tölvunotkun þjóðarinnar , endilega segið ykkar skoðun á þessu máli.
_______________________________________
Kv. Einn netfíkill