kiddisig, væri ekki sniðugast fyrir þig að kynna þér þetta málefni frá A-Ö áðuren þú ferð að mæla á móti þessu.
Undarlegt að segja “ég mundi (myndi) alls ekki mæla með breiðbandinu.” svo það sem á eftir kemur er “líklega” svona og “líklegast” hitt.
“Í öðru lagi væri þetta líklegast keyrt á switch sem væri reyndar með dhcp kerfi,”
Er switch slæmt?
Er “DHCP” slæmt?
Og er slæmt ef það er lokað á utanaðkomandi traffík til þín?
Þú segir að þú viljir kannski hafa einhverjar þjónustur opnar og leyfa öðrum að hafa aðgang að þinni tölvu.
Well, það eru kannski 2 af hverjum 50 sem vilja gefa öðrum aðgang að tölvunni sinni.
Hinir 48 væru örugglega ánægðir vitandi að það væri ekki hægt að tengjast tölvunni þeirra.
Líttu bara á ADSL notendur, sítengdir, með bara normal uppsetningu á vélum.
Og viti menn, það er hægt að skoða innihaldið á mjög mörgum heimavélum tengdar ADSL, án þess að eigendurnir hafi nokkra hugmynd um það.
Annar kostur við breiðbandið að þetta er alveg ógeðslega dummy proof og einfalt í uppsetningu.
Þarft t.d. ekki að vera að henda inn óþarfa hugbúnaði á vélina.
Eini “gallinn” er bara sá að ef að allt hverfið þitt ætlar að spila Quake eða CS á sama tíma, þá væri sambandið þitt kannski ekki upp á marga fiska.
En það er ekki þar með sagt að það sé alltaf svoleiðis. Í versta falli gætiru dottið niður á sama hraða og ADSL notendurnir væru að fá, það er nú ekki alslæmt.
..
-Natti