Ég var að velta fyrir mér hvort það væri BARA ég sem er í vandræðm með að ná sambandi við netið í gegnum isl.is tenginguna? Oftast þarf ég gera redial allt að 10 - 15 sinnum, og í sumum ýktum tilfellum eyði ég hátt í klukkutíma í að ná sambandi. Auðvitað væri einfaldast að hætta bara að nota tenginguna þar sem eins og “allir” þá hef ég fleiri en eina, en þegar maður er að fá besta sambandið við game-server hjá isl.is þá reynir maður fram í rauðann…
Það sem ég er að sjá hjá mér er svona:
TCP/IP reported error 718! The connection timed waiting for valid response from the remote computer.
Ég er bara með hakað við TCP/IP tengingar properties/networking (að gefnu ráði) en tel að allt sé rétt sett upp hjá mér í þessu dótaríi, sérstaklega þar sem þetta er ekki alltaf eins slæmt og hefur líka verið að ágerast síðustu vikur/mánuði, sem að mér finnst bendir til þess að þetta vesen sé á isl.is hliðinni.
En HVAÐ veit ég annars? :) Þess vegna m.a. skrifa ég hérna ..:)