Internet Explorer 7 Nú er komið að litlum pistli um nýja vafraran frá Microsoft, Internet Exlporer 7. Þetta er fyrsta útgáfan af IE í fimm ár en þess má geta að nýr Firefox kemur út á morgun (þegar þetta er skrifað). Ég persónulega notaði IE 6 alveg síðan ég byrjaði að nota netið og þangað til fyrir ári þegar ég prófaði Firefox og heillaðist af honum. Þó hef ég prófað að nota Opera en setti mig ekki alveg inní þar og hélt mig við Firefox, enda algjör snilld. Mér finnst þessi ‘Open link in New Tab’ möguleiki frábær og miklu þægilegra en að þurfa að opna endalaust nýja glugga með IE. Síðan fannst mér líka ‘Options’ í FF þægilegri en í IE 6 þó svo að annars hafi ekki verið það mikill munar á þessum vöfrum.


Ég er ekki alveg viss hvenær en nú nýlega gaf Microsoft út nýjan vafra eins og áður segir. Ég ákvað þá að ‘downloada’ honum og athuga hvort að eitthvað væri varið í hann en ég var nokkuð viss um að hann jafnaðist ekki á við FF. Þegar ég hafði ‘restartað’ tölvunni eftir að hafa náð í IE 7 opnaði ég nýja vafran. Það sem kom mér alls ekki á óvart var að hann innihélt líka ‘Open link in New Tab’ möguleikan góða. Ekki veit ég hvort að FF eigi eitthvað einkaleyfi á þessu eða hvort það hafi verið þeir sem fundu þetta upp en mér finnst þessu möguleiki algjört ‘must’ þegar ég er á netinu svo að IE fær + fyrir það. Útlitið hefur líka breyst frekar mikið en mér finnst leiðinleg staðsettning Home og Tools þar sem maður hefur vanist því að hafa þá takka akkúrat hinumegin (vinstra megin þ.e.a.s.).

Það sem hefur líka verið bæst við er Search bar, með ‘Live Search’, sem að væri kostur ef að ég væri ekki með Google search bar í Firefox, þó eru kannski meiri möguleikar og hægt að gera ítarlegri leit þegar maður searchar í IE, veit samt ekki. Einnig er flýtihnappur á fréttir frá MSNBC og takki þar sem maður getur bætt við allskonar flýtihnöppum, s.s. wikipedia, amazon og MSN Weather.
Aðrir flýtihnappar sem ég nenni ekki að fara út í eru:

· MSN Homepage
· Maps
· Favorites
· PC Health
· Spaces
· Mail
· Messenger


Eitt er það sem ég skil ekki og það er tvö Search bar eru, það sem ég sagði frá áðan og annað sem að maður getur valið hvort maður leiti með Google eða Live Search. Ég held að ég sé búinn að fara yfir allt nema eitt, það er staðsett niðri til hægri og er Zoom bar. Þar getur maður ‘zoomað’ allt að 400% og ‘zoomað’ út niður í 50%. Svipað og ctrl-scroll möguleikinn á Apple tölvum. Mjög góður kostur og IE fær stóran + yfir það.


En svona til að enda þetta þá vil ég segja að þetta er mjög öflugur vafrari þó ég hafi verið að finna fyrir smá laggi á stundum. Internet Explorer er mjög góður vafrari fyrir þá sem ekki vilja fá sér Firefox, flottur í útliti og inniheldur netta valmöguleika. Mæli með þessum þó ég hafi sterka trú á að Firefox vafrarin sem komi út á morgun muni slá þennan út. Ég held að allir ættu að fá sér þennan og athuga hvor þeim finnst betri en ég ætla að halda mér við Firefox, allavega þangað til ég er búinn að skoða þann nýja…