Góða Daginn / Kvöldið, Kæru notendur / lesendur Huga.is
Mig langaði til að opna umræðu um það hvernig net-tengingu ég ætti að fá mér. :) Víí (lol.. titilinn !!!)
En allavega! Mig langar til þess að velja góða leið til að tengjast internetinu, spjallrásunum og öllu því sem ég þekki ekki ennþá á netinu. Ég held að ég þurfi allavega heilt gíg á mánuði í dánlót. og ég vill öruklega hafa góðann hraða á tengingunni. 'eg er ekki að senda mikið. en vinnan mín þarf líka tengingu.. og þar geri ég ekkert nema að senda póst sem innihalda stórar myndir. samt ekkert mikið.. en það tekur bara svo langan tíma að senda eitthvað drastl héðann..
En allavega (aftur !) ég er ekki að þessu fyrir vinnuna mína heldur fyrir mig til að hafa heima.
Ég heyrði einhvern tala um það að það sem skipti mestu máli væri að þjónustan væri stöðug, og að þeir sem byðu uppá þjónustuna væru með góðann búnað sem virkaði vel og að teingingin myndi haldast ótrufluð yfir langann tíma. Og ég er öruklega sammála þessu öllu.. (.. held ég !!!)
Ég var eitthvað að reyna að rýna í þessar vef -síður þjónustufyrirtækjanna og ég er ekki að skilja upp né niður í þessu öllu.
Það eina sem ég sá að ég þirfti að borga eitt fyrir hraðann annað fyrir magnið og þriðja fyrir þjónustuna og fjórða fyrir búnaðinn og fimmta fyrir að fá mann á þyng til að vernda mína hagsmuni í þessu !!! eða ekki!!
hvaða tengingar eru þið að nota. háhraða .. sítengingar.. loftnet.. rafmagn.. ljósleiðara… adsl.. idsn… T-línur… blha !!! ?
með von um góð svör og skemtilegar umræður..
Hicksites