Datt í hug að tala um þau vandamál sem hafa tengst Farice uppá síðastliðið og hvað er verið að gera til að tryggja að það gerist ekki aftur.
Svona til að byrja með þá ætla ég að segja hvað Farice er fyrir þá sem ekki vita. Farice er sæstrengur sem tengir Ísland við Færeyjar og þaðan við Skotland og lokastöðin er Edinburgh er sæstrengurinn kemur á land í Dunnet Bay. Áður fyrr höfðum við aðeins streng sem heitir Cantat-3 og hefur hann mjög takmarkað flutningsgetu enda gamall strengur þar á ferð. Með komu Farice byrjaði sú netþróun sem við þekkjum á dag á Íslandi, ótakmarkað utanlandsniðurhal og þess háttar. Fólk sættir sig ekki við neitt minna en hámakrshraða og oftast er það að fá það.
Nema þegar Farice bilar eins og hann hefur verið að gera uppá síðastliðið en þá þarf öll umferð að fara í gegnum Cantat strenginn.
Það sem hefur verið að hrjá strenginn er bilun í Skotlandi á landstrengnum þar. Hefur þetta verið lagað núna og er Farice hf. að grípa til ráðastafana sem eiga að hindra að þetta gerist aftur. Verið er að undirbúa byggingu á nýjum streng frá Dunnet Bay til Edinburgh og ætti það að vera tilbúið í Febrúrar 2006.
En svona fyrir þá sem vilja vita þá er Farice strengurinn búinn til úr 2 strengjum, hvor þeirra hefur flutningsgetu uppá 360Gb/s sem þýðir að samtals getur Farice flutt 720Gb/s þó að flöskuhálsar geta verið alls staðar, en eins og er eru mjög litlar líkur að Farice verði flöskuhálsinn fyrir okkur, frekar kerfið hjá þeim netveitum sem nota Farice, Hive t.d. notar ekki Farice, þeir nota Cantat.
Allaveganna vonum við bara að ekki komi upp fleirri stór vandamál í tengslum við Farice þó það er nokkuð víst að alltaf koma upp vandamál á endanum, jafnvel með fullkomnustu kerfin.