Ég er tengdur við Símnet með breiðbandstengingu, og get því ekki fengið fasta IP tölu. Þetta hefur plagað mig nokkuð núna frá því ég fékk það því stundum kemst póstur út úr húsi sem að er með
RETURN-ADDRESS: ekki@lén.útíbæ
og stundum ekki, þá heimtar postur.simnet.is að hann sé
RETURN-ADDRESS: notandi@simnet.is

Þar sem ég á nokkur lén og er að nota 2 þeirra mikið í pósti t.d. hefur þetta plagað mig mjög, því fór ég á stúfana að leita að SMTP server sem ég gæti keyrt á Windows2000 vélinni minni.

Eftir að hafa prufað nokkur forrit datt ég í lukkupottinn með ArgoSoft Mailserver
http://www.argosoft.com/applications/mailserver/

Þessi litla snilldargræja gerir það sem ég þarf, hún er minn eigin SMTP server á vélinni minni þannig að nú get ég nýtt mér lénin mín eins og ég vil. Hún hefur líka POP3 eiginleika, en þar sem að ég er með POP server útí bæ er mér nokk sama um þá.

Þetta forrit er fáanlegt í 3 útgáfum, ég er að nota FREEWARE útgáfuna sem hefur allt sem ég þarf í mín mál.

Það sem þið gerið er að haka við “Allow relay” í Options í þessu forriti, breyta svo SMTP server í póstforritinu ykkar í “vélarnafn” (t.d. ef vélin heitir KALLI, þá er SMTP SERVER: KALLI).

Þeir sem að eru með fasta IP tölu (sumir ADSL notendur) ættu hins vegar að fínstilla þetta forrit, annars gæti fólk útí bæ farið að nota ykkur sem SPAMserver. Sjálfur á ég það ekki á hættu þar sem ég er NATTAÐUR út á netið, og að auki keyri forritið bara upp þegar að ég þarf að senda póst.

Snilldargræja sem getur reddað vandamáli, notist með varúð þó svo að þið séuð ekki svartlistuð vegna SPAM relay.
Summum ius summa inuria