Núna um daginn tók ég eftir því að finna mátti annsi ópersónuleg skilaboð í gestabók á folk.is síðu einnar vinkonu minnar. Ég googlaði þessi skilaboð og kom í ljós að sömu skilaboð mátti finna í fjölmörgum öðrum gestabókum folk.is.
Umrædd skilaboð eru
—
Hljómsveitin Bermuda
» 15. júní 2005 - 00:43
Heimasíða: http://www.bermuda.is
Staður: Ísland
Skilaboð: Hljómsveitin Bermuda var að opna nýja heimasíðu. Endilega kíktu við og kvittaðu. :-)
—
og sýnishorn af útbreiðslunni má sjá með hjálp google, t.d. http://www.google.com………..
Það sem verra er er að skilaboðin eru öll send inn á svo stuttu tímabili að útilokað er að maður standi þarna að baki. Því er líklegast að hljómsveitin Bermuda hafi látið skrifa fyrir sig eitthvert forrit sem skipulega spamar gestabækur folk.is. Augljóst er að hagnaðurinn af því er gríðarlegur á meðan kostnaður er bókstaflega enginn. Eigendur síðunnar munu vitaskuld kíkja á bermuda.is og vera voðalega glaðir yfir því að hljómsveitarmeðlimir hafi haft fyrir því að líta inn á bloggsíðuna þeirra. Aðrir gestir gestabókanna munu auðvitað líta líka á bermuda.is og google vinur okkar mun “ranka” bermuda.is hærra því nú eru alveg gríðarlega margar síður sem linka á hana. Gallarnir eru síðan enda er þetta ókeypis ólíkt auglýsingaborðunum.
Þessi auglýsingaaðferð er orðin velþekkt erlendis en brautryðjendurnir í Bermuda hafa nú flutt hana hingað til lands. Þeir geta svo sannarlega verið stoltir af afrekum sínum enda er þessi auglýsingamennska á jafn lágu plani og víagra og klám auglýsingapósturinn sem flestum berst reglulega og allir elska.
Þess má svo geta að hvorki hljómsveitin sjálf né umsjónarmenn fólk.is hafa svarað fyrirspurnum mínum í tengslum við þetta. Það virðist vera sem þeir vísismenn nenni ekki að bæta úr sínum málum til að koma í veg fyrir svona í framtíðinni. Því er hætta á mikið “líf” verði í gestabókum íslenskra bloggara á næstunni.