Reynar er sami dílll hjá OgVodafone á um 4.990 þannig að það er aðeins betri díll:
http://www.ogvodafone.is/index.aspx?GroupId=3867
Ég tel áskrift Símans/OgVodafone vera mun kræsilegri en Hive því að bæði Síminn og OgVodafone eru með miklu stærri link til útlanda og því meiri líkur á að maður fái fullan hraða.
Síðan þegar ég rakst á smátt letur á heimasíðu Símans fór að renna á mig tvær grímur:
http://www.siminn.is/control/index?pid=37839
**Síminn áskilur sér rétt til að takmarka þjónustu til rétthafa tengingar, sé hann uppvís að síendurteknu óhóflegu erlendu niðurhali sem hefur áhrif á tengingar annarra viðskiptavina. Síminn mun þá senda viðkomandi tölvupóst þar sem hann verður aðvaraður varðandi frekari niðurhali. Bregðist hann ekki við mun Síminn takmarka þjónustuna tímabundið.
Ég hringdi í Símann og spurði hvað menn þyrftu að downloada miklu til fá viðvörun eða jafnvel takmörkun á þjónustu tímabundið, en fékk loðin svör.
Ég hringdi líka í OgVodafone og gat kreyst uppúr e-ð símastúlku að miðað væri við circa 40gig á mánuði að menn fengju viðvörun.
Hvaða merkingu leggja Síminn og OgVodafone eiginlega á orðið “ótakmarkaður”?? Hvaða grín er þetta eiginlega?
Hve lengi ætla Íslendingar að láta fara með sig svona…
“True words are never spoken”