Á meðan ég reyndi að forðast að gera ritgerð datt mér í hug lítil tilraun, að sjá hvaða browser væri léttastur.
Fyrstur var Eldrefurinn sem var þegar í gangi. Hann hefur fitnað reglulega með heimsóknum á viðbótasíðuna (extentions). Hann var 36 MB, en þess má geta að ég er með 23 viðbætur settar upp.
Annar í röðinni var “faðir” Eldrefsins, Mozilla. Hann var nokkuð léttari en of þunga afsprengið eða 20 MB
Þá var komið að Opera, sem er þekktur fyrir að vera í léttari kantinum. Hann var það líka, eða aðeins 18 MB
Næstur var risinn á markaðum, Internet Explorer. Hann er hokinn af reynslu, enda, ef mér skjátlast ekki, orðinn þriggja eða fjögurra ára gamall. “Alnets vafrinn” kom mér þó nokkuð á óvart og skaut öllum keppinautum sínum ref fyrir rass og var aðeins 17,7 MB
Að lokum setti ég upp Lynx browser, sem er, fyrir þá sem ekki vita, textavafri, þ.e. birtir bara texta, ekki myndir, ekki liti, ekki neitt. Það kemur því ekki á óvart að Lynx vann þessa litlu tilraun en Lynx var aðeins 3,5 MB
Ekki get ég útskýrt niðurstöðurnar þær komu mér mjög á óvart, þá helst hvað refurinn var þungur, sem útskýrist af viðbótunum, en líka hvað IExplorer var léttur.
En þó IE hafi verið léttastur (fyrir utan Lynx) í þessari litlu tilraun minni hafa allir hinir vafrarnir (fyrir utan Lynx) marga kosti sem hann kemst ekki nálægt, og mun ekki gera fyrr en 7 kemur út.
Ef þú ert á einhverjum af þessum vöfrum eða fékkst annað út endilega deildu niðurstöðunum með okku