Svo ég byrji nú á að setja út á þetta hjá þér, þá finnst mér að frágangurinn á þessari grein hefði mátt vera betri en boðskapurinn er samt sem áður góður :)
góð vírusvörn og fín fyrir hin ‘fátæka námsmann’ eða sambærilegar týpur. Hef prófað hana, var hrifinn og
mæli með henni hiklaust.
auðvitað eru fleiri ókeypis á netinu, þetta fer allt eftir sjálfsbjargarviðleitni viðkomandi og ætla ég að kasta hinni sígildri tuggu í þann einstakling;
Google is your friend! ;)
Svo ég skilji ekki mitt eftir þá get ég nefnt
HouseCall, sem er on-line vírusskönnun og þykir frekar vinsæl og flestir ættu að þekkja. Tek samt fram að ég hef ekki prófað hana sjálfur..
Sjálfur nota ég
Norton Antivirus 2005! Ekki vegna þess að ég á pening (ertu frá þér?! :), heldur vegna þess að ég fékk það frítt og uppsett með nýju uppfærslunni sem ég keypti um daginn og var meira segja óumrætt fyrirtæki svo elskulegt að setja upp XP pro frítt líka, þannig að ég stórgræddi á þessum kaupum :D
Eitt í viðbót sem ég mæli með fyrir .. tjah, eiginlega idiot'ann (oftast þá þetta eldra fólk sem er verra í enskunni heldur en yngri kynslóðirnar) er
Lykla-Pétur sem kostar slatta eða ca. 7-7.500 kr (ef ég fer með rétt).
Conclusion:
1. Norton Antivirus.
2. Lykla-Pétur
3. AntiVir eða aðrar.