Í desember var ég hjá ogvodafone og ég skráði mig hjá hive til að geta spilað meira af erlendum netleikjum frítt eins og WOW(worldofwarcraft) og til að fá frítt download. Og núna fyrir nokkrum dögum var alltí einu netið aftengt hjá mér og ég var netlaus í tvo daga svo kom maður frá hive og setti upp netið fyrir mig, ok pirrandi en ég hugsaði ekkert meir út í það.
Svo þegar netið er komið upp og ég fer beint í wow(worldofwarcraft), og hvað skeður ég lagga til andskotans ég hringi og spyr hvort þetta sé bara eitthvað tímabundið og konan segir mér bara hreint út að netið sé lélegt hjá þeim það sem er ekki innanlands og að það yrði komið í lag um miðja næstu viku semsagt um 19.jan.
Ég keypti þjónustu hjá þeim eingöngu til að geta verið meira utanlands og þeir hafa ekki uppfært heimasíðuna til að vara fólk við því að það sé vonlaust að fara á netið hjá þeim og ég fékk enga viðvörun um það hvorki þegar ég keypti það eða þegar ég talaði við þá þegar þeir komu að tengja hjá mér.
Þetta eru þvíllík sölusvik og glæpamennska. Og ef þetta verður ekki komið í lag í næstu viku þá í fyrsta lagi ætla ég ekki að borga þeim krónu og ég ætla að fá að tala við það fífl sem er yfir sölu á þessum varningi og vægast sagt hella mér yfir hann.