Nýr tölvuormur er kominn fram á sjónarsviðið, en ormurinn opnar m.a. nokkrar klámsíður á Netinu á skjá tölvunotenda.
Vírusinn ber nafnið VBS/VBSWG.X og er einnig kallaður Homepage. Homepage er ormur sem fjölgar sér með svipuðum hætti og tölvuormurinn Anna Kournikova sem fór víða um heiminn fyrir stuttu síðan. Vírusinn opnar m.a. nokkrar klámsíður á Netinu.
Homepage birtist sem tölvupóstur með orðinu Homepage í efnislýsingu. Í póstinum birtast síðan eftirfarandi skilaboð:
Hi!
You've got to see this page! It's really cool ;o)
Með póstinum fylgir viðhengið,,homepage.HTML.vbs“. Ef tvísmellt er á viðhengið fer veiran af stað og sendir sjálfa sig áfram til allra sem eru á netfangalista þess sem fékk veiruna.
Veiran er ekki mjög skaðleg, hún fjölgar sér eins og áður segir og eyðir um leið öllum pósti sem hefur orðið ,,Homepage” í efnislýsingu í innpósti eða eyddum gögnum í póstforriti viðkomandi einstaklings. Að lokum notar veiran netvafrara viðkomandi og fer inn á tilteknar heimasíður.
Á heimasíðu Friðriks Skúlasonar ehf. geta notendur veiruvarnarforritsins Lykla-Péturs náð í nýjustu uppfærslur af gagnaskrám Lykla-Péturs en með þeim er hægt að greina veiruna og eyða henni.
Veiran hefur þegar komið upp í tölvupóstkerfi ástralska þingsins en hennar varð fyrst vart í Bandaríkjunum. Um 2.500 tilfelli hennar hafa verið tilkynnt á Nýja-Sjálandi.
In the future there will be no jobs