Bara til að hafa smá formála á þessari grein vill ég byrja að segja að ég er trúr mínum vinum og því skoða ég bloggið hjá þeim reglulega, commenta og skrifa reglulega í gestabókina.

En svo kemur fyrir að maður fer að flakka svona aukalega á hinar ýmsu heimasíður á fólk.is, blogcentral og blogcenter, skoðar hinar ýmsar heimasíður fólks. Rann það mér fyrir ljós að meira en 90% af öllum þessum heimasíðum hjá fólki eru algjörlega tilgangslausar. Þar sem enginn fer inná þær, fólk sé lélegt að blogga o.s.fr.v. Tilhvers er fólk virkilega að leggja þetta á sig þegar það veit að það les þetta enginn og nenna að setja inn þessa endalausar síður þar sem fólk gerir ekkert annað nema að taka af öðrum heimasíðum. Tilhvers að vera að blogga fyrir fólk sem þú hittir á hverjum degi eða spjallar við í síma, msn eða sms daglega. Að lesa í commenti hjá einum “Kem eftir 15 min til þín” …

Kannski það sem ég vill benda fólki á að blogga er ekki fyrir alla og fólk ætti virkilega a.t.h. og sjá hvort að þeirra líf sé svona merkilegt að segja frá á netinu. Virði samt fólkið sem nennir þessu … En eru þið viss að einhver sé að lesa ?
“No sense makes sense"