Nokkrar upplýsingar varðandi Hive Hér eru nokkrar spurningar sem ég sendi á Hive.

Ég hef sent tvö email á þau en fyrra get ég ekki c/p'að hingað vegna vesens með tölvuna.

Hér var ég búinn að spurja hvort ég gæti fengið aðgang að routernum eða ég þyrfti að hringja í þá til að opna port,
mér var svarað að ég þyrfti að hringja og láta opna port, þá spurði ég að þessu:


Afhverju getur maður ekki bara fengið aðgang að beininum?
mér finnst það frekar mikið vesen að þurfa að hringja og byðja um að láta opna port í hvert skipti sem ég þarf að opna port.


Þá fékk ég þetta svar sem mér fanst frekar skrítið:

Þú getur haft samband við þjónustuver Hive í síma 414-1616 og þar getum við opnað routerinn fyrir þig, þannig að þú getir sjálfur stillt hann.

Hvað er málið með ip tölur, fær maður fasta ip tölu?
Allir viðskiptavinir fá fasta ip tölu.

Er eitthvað til í þeim staðhæfingum hjá Og Vodafone að þið séuð ekki með stöðugar tengingar?
Ekkert er til í þeim staðhæfingum Og Vodafone að við séum ekki með stöðugar tengingar.

Hvað meinið þið með gr. 15 í skilmálum ykkar? hverskonar notkun er verið að tala um? á maður ekki að vera með fast gjald? væri gott að fá dæmi.
“15. Skráður viðskiptavinur ber ábyrgð á greiðslum til IPF vegna notkunar sem á sér stað á tengingu, óháð því hvort viðskiptavinur hafi heimilað notkunina eða ekki.”
Þetta þýðir einfaldlega að þú berir ábyrgð á því að greiða mánaðargjaldið.


Ef ég er með tólf mánaða samning hjá Og Vodafone, sem ég hef heyrt að maður geti sagt upp gegn vægu gjaldi, þarf ég að gera það sjálfur eða munuð þið gera það þegar þið fáið pöntunina mína?
Við sjáum um að segja upp samning þínum við Og Vodafone upp.

Ef ég mundi panta núna, hvað væri langt þangað til ég væri kominn inn á netið á tengingu frá ykkur?
Tenging tekur 5-10 daga frá pöntun.

Vona að þetta hafi svarað nokkrum spurningum hjá ykkur.

Kv.
Davíð Má
What I believe is a process rather than a finality. Finalities are for gods and governments, not for the human intellect. - Emma Goldman