Innlegg: Fim Nóv 25, 2004 4:23 pm
——————————————————————————–
Sko ég er búinn að kynna mér þetta til hlítar og ætla að deila með ykkur það sem ég veit.
Til dæmis með þessa klausu um að þeir gefi sér rétt til þess að rukka fólk fyrir óeðlilegt mikið niðurhal frá útlöndum.
Ég hringdi og spurði um þetta. Þau sögðu að það yrði ekki rukkað fyrir neitt nema það væri verið að tala um eithvað sem nálgaðist glæp, sem væri þá eithvað í líkindum við að einum notanda myndi takast að nota kannski 90% af allri þeirra tengingu við Cantat strenginn.
Þeir vita fullvel að þeir eru að láta fólk fá 20mb tengingar og það muni vera statt og stöðugt að downlóda að utan, þannig að .. ef þið eruð ekki að hacka tenginguna ykkar að misnota hana stórlega þá eru þið ekki að fara fá reikning!
Í sambandi við að útlandasambandið eigi eftir að stútast útaf mikilli notkun.
Þeirra svar að þeir eru með samning við bæði candat3 og farice linkinn, báðir sem eru bara rétt að nota brot af broti af því sem þeir geta. Þeim finnst mjög ólíklegt að jafnvel þótt þeir verði vinsælli heldur en þeim hafi nokkurntímann dreymt að þeir yrðu, þá muni þeir ekki einu sinni ná að fylla Candat3 tenginguna sína, sem er jafn stór og t.d. LS og OGWTF hafa.
EF það gæti einu sinni gerst þá eru þeir líka með stóra tengingu við Farice.
Í sambandi við portin og að opna á þau:
Ég spurði þau um þetta, og þau sögðu að þau myndu opna á allt sem yrði beðið um sem skipti notandann máli, en ef þetta yrði vesen vegna þess að fólk myndi vilja meiri stjórn þá yrði eflaust fólk látið fá notendanafn og password að ráternum.
s.s. þetta á ekki að vera issue sem kemur upp á milli þeirra og notandans.
Allir á höfuðborgarsvæðinu hafa aðgang að þessu.
Ef þú villt slíta 12 mánaðasamningum við OGwtf þá er það um 5000kr, veit ekki með LS.
Síminn og Ogvodafone geta lítið í þessu gert, því þeir eru langt frá því kominn með ADSL2+ búnaðinn og eru með of stórann userbase af notendum til að geta opnað á utanlandsdównlódið.
Staðreynd : Erlent downlód hefur lækkað allavega fjórfalt í verði fyrir LS og OGWTF en það hefur aldrei skilað sér til notandans.
staðreynd : Samkeppnin við risana er nauðsynleg til þess að fá betri verð og kjör fyrir okkur, og í fyrsta skipti er okkur boðið sambærileg verð og úti fyrir sanngjarnt verð (og frítt erlent downlód)
HJÁLPUM DAVÍÐ Á MÓTI GOLIATH!!!
Ef við höfum traust á þeim og förum yfir til þeirra þá eiga þeir eftir að eiga nægann pening til að díla við einhver vandamál sem upp koma!
Ef ekki, þá auðvitað fara þeir á hausinn! Þeir eru samt komnir með mjög mikið af notendum, meira en þeim dreymdi um.
FÁIÐ YKKUR HIVE NÚNA .. munið, það kostar lítið sama sem ekkert að rifta 12 mánaða samningum hjá OGWTF, ekki svo gott hjá LS samt.
Btw, ég hef unnið hjá báðum risunum við netþjónustu, veit vel hvernig þetta virkar og flýti mér samt hratt yfir til Hive.
Lengi lifi frítt erlent niðurhal!
Preacher.