Í gær létu google frá sér beta útgáfú (þó google nefni þetta beta útgáfu virkar þetta það vel að flest önnur fyrirtæki hefðu kallað þetta full release) af leitarforriti sem leitar í gögnum á harða disknum þínum. Þetta forrit keyrir í bakgrunni og indexar jafn óðum, tölvupóst í Outlook, vefsíður úr IE (firefox stuðningur er fyrir hendi að hluta til enn hann er svolítið random samkvæmt mínum prófunum), AOL IM samtöl, innihald Word, Excel, Powerpoint og textaskjala og að lokum slóð og nafn allra annara skjala á harða disknum þínum. Þú getur svo leitað í þessu öllu saman á hraðvirkan hátt rétt eins þú getur nú með vefsíður. Herlegheitin er hægt að sækja á http://desktop.google.com .
Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé alveg framúrskarandi sniðugt. Nú þarftu ekki lengur að bíða í eilífðir eftir að leitar draslið í windows leiti. Í rauninni þarftu aldrei að raða gögnum á harða disknum þínum þú bara lætur google sjá um að muna hvað er hvar.
Með þessu er google að slá út Micorsoft sem stefndi að því að gefa út svipað tól síðar á árinu og svo enn síðar annað tól WinFS. Það verður þó að teljast líklegt að þetta síðara tól muni verða óviðjafnanlegt þegar það kemur út sem verður líklega ekki fyrr en seint árið 2006. Það er nefninlega mun öflugra tæki enda innbyggt í stýrikerfið.