Kvöldið.

Ég er með tengingu hjá Margmiðlun og hefur það verið allt í lagi gegnum tíðina. Ekkert út á það að setja nema hvað í dag sé ég að Margmiðlun hafa tekið 57þús krónur af reikningnum mínum, mér til mikillar undrunnar. Ég tjékka á málinu og þá kemur í ljós að þetta sé fyrir júlí, en þá segir að ég hafi farið tæpum 20gb yfir download limitið! SEM ER EKKI FRÆÐILEGUR MÖGULEIKI!

Fyrir það fyrsta þá er ég ekki að downloada kvikmyndum, þáttum, tölvuleikjum, tónlist, forritum og tónlist. Ég næ mér í einstaka smáforrit og einstaka lag hér og þar. Ég er með innan við 100 lög í tölvunni og þar af eru ca. 60 rippuð beint af diskum sem ég á sjálfur! Netið er vissulega tengt allan sólarhringinn en ég er aldrei með constant DL í gangi. Ég reiknaði það út að til þess að ná þessum 20gb þá hefði ég þurft að vera með 30mb í DL á hverri klukkustund, út allan mánuðinn. BULL! Ég gæti aldrei náð svona miklu á einum mánuði. Bara ekki séns.

Eins og ég segi þá er ég ekki í stórniðurhalsbisnessnum. Ég skoða bílasíður, tölvuleikjasíður, körfuboltasíður, Huga og aðrar síður. Skoða s.s aðallega bara texta og myndir, einstaka video hér og þar. HVAÐAN koma þessi 20gb? Það þarf enginn að segja mér að venjulegar netsíður, einstaka video, einstaka lag og bara minimum netnotkun (þó ég sé oft á netinu) nái 20gb!

Jæja, ég fer og skoða yfirlitið yfir mánuðina og sé að júlí er alveg skuggalega mikið ofar heldur allir aðrir mánuðir, en af hverju veit ég ekki. Eitt sem veldur mér hugarangri er að ég keypti þessa tölvu hjá ónefndu fyrirtæki hér í Reykjavík og þurfti hún að fara í viðgerð hjá þeim strax fyrsta daginn útaf minnisveseni og ég bað þá líka að setja upp ADSL módemið fyrir mig í leiðinni bara og vildu þeir fá notandanafn mitt og lykilorð, sem ég veitti þeim þar sem á plagginu stóð að eftirfarandi upplýsingar væru trúnaðarupplýsingar og meðhöndlaðar sem þannig. Hvert er ég að fara með þetta? Tja, þegar ég skoða mánaðaryfirlitið á mmedia.is þá sé ég að frá janúar til janúar 2003 er ég með um það bil 300-700mb í DL á mánuð, sem sagt bæði innanlands og utanlands (ekki samtals). Nema hvað þegar kemur að febrúar 2004 þá skýst innanlands DL úr 389mb upp í 2120mb og utanlands DL úr 179 upp í 587 og skal það tekið fram að ég breytti netnotkun minni ekkert neitt af viti. Ég var vissulega virkari þar sem gamla tölvan var drasl og nýja bara þessi fínasti gripur, en kommon.

Jæja svona heldur þetta áfram frá febrúar til júní, allt frá 1.2gb og upp í 2.3gb innanlands og frá þessum 587mb og alveg upp í 1.8gb utanlands. Ég skil ekki hvernig niðurhalið eykst svona svakalega án þess að ég auki netveru mína um helming eða jafnvel þrefalt, þá á ég við niðurhal. En svo kemur rothöggið. Júlí! Innanlands: 1.5gb. Utanlands: 19.93gb! WHAT?!

Ókei ókei ókei! Spólum til baka. Ég sagði eftirfarandi: “Fyrir það fyrsta þá er ég ekki að downloada kvikmyndum, þáttum, tölvuleikjum, tónlist, forritum og tónlist. Ég næ mér í einstaka smáforrit og einstaka lag hér og þar. Ég er með innan við 100 lög í tölvunni og þar af eru ca. 60 rippuð beint af diskum sem ég á sjálfur! Netið er vissulega tengt allan sólarhringinn en ég er aldrei með constant DL í gangi”. Þetta stökk í DL byrjar í febrúar. Hmm… hvenær keypti ég tölvuna aftur og hvenær fór hún í viðgerð þar sem ég þurfti að gefa upp notendanafn og lykilorð og það allt. Ah já… FEBRÚAR! Getur verið að þetta ónefnda tölvufyrirtæki sé að misnota tenginguna mína, ef svoleiðis er hægt? Getur verið að einhver óprúttinn starfsmaður þar hafi “stolið” notendanafninu mínu og lykilorðinu? Hvað er málið? Af hverju tekur DLið svona svakalegt stökk frá febrúar (þá bara innanlands) og svo byrjar þetta að aukast með hverjum mánuðinum þar til það nær hámarki í júlí? Taka skal fram að þetta hrundi svo niður í 2.7gb DL í ágúst og 2.5gb í september, sem mér finnst SAMT allt of hátt miðað við mína netnotkun.

Kíkjum nánar á júlí. Hann byrjar eðlilega miðað við mína netnotkun, frá 14mb og upp í um 80mb innanlands og frá 33mb og upp í 120 utanlands, alveg fram að 13. júlí. Þá byrjar þetta furðulega að gerast. Þar fer utanlandsdownloadið upp í um 240mb og þann 14. júlí er það komið í 568mb. Þannig heldur þetta áfram til 21. júlí með dögum sem dæla inn á bilinu 700-900mb á DAG. Þann 22. júlí kemur fyrsta STÓRA sprengjan í utanlandsdownloadi. 1.2gb á þeim degi og þannig heldur þar sér út mánuðinn, á bilinu 1.2gb og upp í tæpt 1.6gb einn daginn, sem var 31. júlí. Strax daginn eftir, þann 1. ágúst er þetta orðið “eðlilegt” aftur (samt 2.7gb yfir mánuðinn, stenst ekki miðað við mína notkun!). HVAÐ ER Í GANGI?! Það er ansi stórt stökk að fara úr c.a 30-90mb meðaltali upp í 1600mb. Það er eins og ég hafi tekið kast bara og downloadað kvikmyndum, hrúgu af tónlist, tölvuleikjum og bara nefnið það. EN það fyndna er, ég er ekki með EINA kvikmynd inni á tölvunni. Innan við 100 lög (ca. 40 tekin gegnum DC).

Fyrst minnst er á DC þá er kannski gott að taka fram að ég hef notað DC++ þrisvar eða fjórum sinnum til að ná mér í lög sem mig langaði í. Ó nei, hendið mér í steininn. Nær það svo mikið sem 1gb? Nei. Langt frá því. En hef ég eitthvað annað mér til varnar varðandi þetta gríðarlega download frá miðjum júlí til loka júlí? Ójá. Fyrst skal ég taka fram að á þessum tíma var ég að vinna frá 9 á morgnana og oft til 10 eða 11 á kvöldin og hafði ég því lítinn tíma til að vera að downloada á fullu. Einhver segir kannski að ég hafi bara sett queue á hrúgu af drasli og farið í vinnuna. Rangt. Ég nota ekki þannig forrit og ég er búinn að taka fram að ég er ekki með eina einustu mynd í tölvunni og hef aldrei verið með. Það er því ómögulegt fyrir að því leitinu til að hafa verið með HUGE DL í gangi á þessum tíma. Að auki við það og allt sem áður hefur verið nefnt þá er ágætt að taka fram að frá september til nóvember í fyrra átti ég við veikindi að stríða sem héldu mér í rúminu nánast allan sólarhringinn. Hafði ég þá tölvuna mér við hlið og hékk á netinu allan sólarhringinn, eða réttarasagt meðan ég vakti. Netið var samt alltaf í gangi (IRCið, MSN og þess háttar). Þó ég hafi verið á fullu alla þá klukkutíma sem ég vakti að skoða síður, skoða myndir, horfa á stuttar videoklippur hér og þar um heiminn, þá fór ég ALDREI yfir 1gb! September til nóvember eru svona (erlent DL): 596mb, 595mb og 606. Desember var meira að segja bara með 279mb og janúar 179. Sjáið þið brenglunina við þetta?

Þegar ég sá þessa upphæð í dag, tæpar 60þús krónur sem er búið að gleypa af reikningnum mínum, þá fór ég auðvitað strax að hugsa “Hvað í ósköpunum var ég að gera?” og fór að skoða yfirlitið. Þá sé ég þetta allt saman og fer að hugsa til baka hvort ég hafi eitthvað verið að DL óhóflega mikið einhvern tímann. Ég man ekki eftir neinu einu skipti þar sem ég DL á fullu, nonstop. Ef ég hefði verið að DL heilum 20gb einn mánuðinn þá hefði ég munað eftir því og ég væri með efni á tölvunni sem gæti staðfest það magn. En ég bara hvorki man eftir þessu né er með neitt efni til að staðfesta þessi 20gb! Sem sagt, hver mánuðurinn á fætur öðrum, með hámarki í júlí, hefur að mínu mati verið furðulega hár í DL miðað við öll mín fyrri ár á netinu. Ég er 23 ára og hef verið nettengdur í 9 ár þannig að ég er ekki “netgraður” eins og sumir sem eru nýlega komnir með netið (s.s spenningurinn við að ná í dót). Ég skoða bara mínar síður og mitt dótarí og búið. Fyrir mitt leiti þá er ætti eðlilegt utanlandsDL að vera á bilinu 300-600mb á mánuði en eftir að ég verslaði við þetta fyrirtæki hefur utanlandsDL tvöfaldast, þrefaldast. fjórfaldast og meira að segja fjörutíufaldast! Er ég einn um að finnast þetta óeðlilegt? Ég spyr því aftur, getur verið að einhver óprúttinn starfsmaður í þessu blessaða tölvufyrirtæki sé að misnota aðstöðu sína og stela netaðgöngum?

Ég er búinn að hringja og fara í Margmiðlun til að fá svör við þessu og segja afgreiðslumenn þar að þetta verði rannsakað, en ég óttast bara að það finnist ekkert og að þessu verði bara klínt á mig og ég verði að sitja með sárt ennið, skipta um notendanafn og jafnvel færa mig annað (þ.e frá Margmiðlun). Ég bara vil ekki sætta mig við það, þannig að hvað get ég gert?

Takk fyrir,
einn 60þús krónum fátækari.
Þetta er undirskrift