Microsoft var nýlega að kynna nýja XML tækni sem þeir kalla HailStorm. HailStorm er ætlað að gera öll viðskipti á netinu auðveldari með því að gera þeim sem reka sölusíður mögulegt að ná í upplýsingar um notandann svo sem kreditkortanúmer heimilisfang og fleira sjálfkrafa.
Er þetta ekki fullangt gengið? Ég amk er ekki beint að fara að gera einhverjum mögulegt að ná í upplýsingar um mig án þess að ég svo mikið sem viti af því, og miðað við sögu Microsoft og öryggisgalla í forritum þá er þetta ekkert annað en opið boð fyrir hakkara að ná í kreditkortanúmer, bankanúmer og persónulegar upplýsingar, því að þessi tækni mun gera það auðveldara en nokkurn tíma áður að ná í þessar upplýsingar.
Microsoft heldur áfram að skjóta sig í fótinn.

Rx7