Ég hef verið að pæla í því hvar opin þráðleus net eru?
Ég veit um nokkur. Síminn býður upp á net á Smáralind og Kofa Tómasar Frænda. En til
þess að nýta þau þarftu simnet.is notendanafn. Semsagt ókeypis ef að þú ert yfirleitt í
viðskiptum við símann.
Stjörnutorgið í kringlunni er með eitt sem ég hef ekki prufað en svo er í Kaffibarnum
opið net í boði Og Vodaphone. Þar er samt lokað fyrir IMAP og AIM. MSN og HTTP er
samt að minnsta kosti opið. Þannig að þú ættir að geta millifært fyrir kaffibollanum.
Ég veit að það er verið að íhuga þetta á Dillon. Og ætla ég að reyna ýta því í gegn.
Vitið þið um fleiri opin net. (fyrir utan illa still heimanet ;)