Ruslpóstur Núna á árinu varð ruslpóstur tíu ára en hann byrjaði eftir að hópur lögfræðinga ákvað að auglýsa stofu sína árið 1994 og flæddi öll spjallborð, spjallrásir og pósthólf með auglýsingum sem auglýstu stofu þeirra. Fólk brjálaðist útaf þessum atburðum og aðrar lögfræðingarstofur fordæmdu atburðinn sem átti eftir að breyta netsamfélaginu til muna.

Núna í seinustu viku var unnið stórt skref í bardaganum við ruslpóst þegar hinn svokallaði Buffalo Spammer var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir að senda út 800 milljón tölvupósta til að auglýsa mismunandi vörur.

Vonast er til að þetta fæli marga frá bransanum en þetta hefur verið áhyggjulaust fag þar sem kostnaður við að senda út var svo lítill og þurfti aðeins einn að kaupa vöruna sem var verið að auglýsa til að þetta skilaði hagnaði.

En vandamálið mun alltaf vera til staðar og óttast sumir að þetta sé byrjað að ógna tilvist tölvupósts þar sem mikilvægur póstur er hættur að komast í gegn, bæði útaf álagi á póstþjóna útaf ruslpósti og svo svokallaðar rusl-varnir sem eiga að losa þig við mestallan ruslpóst en þær getu misskilið bréfið og bara eytt því. Nú er verið að ráðleggja fólki að nota símann frekar undir mikilvæg málefni.

Ekkert virðist stoppa þessa óvelkomnu auglýsingaröldu þó að margt hafi verið gert til að reyna að minnka þetta eins og frumvarp Bush stjórnarinnar. <a href="http://news.com.com/2100-1028-5124724.html?tag=n l“>Lesa meira um það hér</a>

Eins og staðan er orðin í dag er ruslpóstur orðinn meirihluti af þeim pósti sem fer í gegnum internetið og segja sumir internetþjónustuaðilar að ruslpóstur sé farið að nálgast 80 % af þeim pósti sem fer í gegnum kerfið hjá þeim.

Bill Gates, eigandi Microsoft hefur lýst því yfir að fljótlega muni Microsoft gefa út búnað sem mun stoppa ruslpóst í eitt skipti fyrir öll en ekkert hefur sést af þessum búnaði og engar upplýsingar um hann komið út.

Svo stóra spurningin er, mun þessi öld verða þekkt sem ruslpóstsöldin og mun internetið sem margir álíta framtíðina jafnvel deyja útaf þessu ?

Þessa grein skrifaði ég inn á vefinn minn <a href=”http://feitt.stuff.is">Feitt.stuff.is</a>

Ma ngudai - Ingva