Fyrir nokkru fór ég að nota forrit sem heitir iHateSpam því ég var komin með nóg af miklu magni rusl pósts sem ég fæ, þetta forrit býður upp á það að senda til baka kvörtun til þeirra sem eru að spama og sendir einnig upplýsingar í spam gagnagrunn, og á föstudaginn þá fór ég í Delete Items skúffuna og merkti við nokkur tugi af þeim rusl póst sem ég fékk og merkti það sem spam í iHateSpam forritinu, það fer svo að vinna í að senda til baka kvartanir til þeirra sem eru að spama. Svo um helgina þá fæ ég skilaboð frá mail server símans um að ég geti ekki sent póst, ég hringi svo í dag til símans internet og fæ þau skilaboð um að ip tala sem ég er með sé í banni á mail server símans því þeir töldu að ég væri að senda rusl póst.
Ég benti þeim svo á að ég væri með forrit sem berst gegn rusl pósti, og sögðust þeir ætla að tala við kerfisstjóra hjá símanum um þetta. Ég spyr þá líka af hverju þeir taka ekki eins hart á þeim sem eru að senda rusl póst til viðskiptavina símans, og er frekar fátt um svör við þeirri spurningu, bara sagt að póstur hjá þeim fari gegnum filter og rusl póstur merktur sem Líklega ruspóstur.
Bara ég er með Outlook stilt þannig hjá mér að það hendir öllum pósti sem er með Líklega Ruslpóstur í subject , og sést á myndinni hér fyrir neðan að sú skúffa hjá mér er komin upp í um 340 rusl mail, og eins og sést á myndinni sem ég tók af mail folder hjá mér í Outlook þá er önnur skúffa sem rusl filter í outlook notar og rusl póstur þar er um 350, svo er þarna neðst skúffa sem iHateSpam forritið notar og sýnir sú skúffa um 380 stk af ruslpósti.
Svo mér þykir það fáránlegt að kerfis stjórar hjá símanum geti sett mína ip í bann á mail server símans og talað um að ég skapi álag á póstþjóna hjá þeim. Á meðan ég er að fá mörg hundruð mail skeyti sem eru rusl póstur. Og þeir gera EKKERT í því.
Ef einhver er forvitin um þetta iHateSpam forrit þá er hægt að fá frekari upplýsingar um það hér http://www.sunbelt-software.com/
Hér er linkur á mynd af inbox hjá mér http://www.simnet.is/gunsi/spam.jpg