Heil og sæl
Nokkrir vefforritarar fengu þá flugu í hausinn um daginn að kanna hvort fólk hér á landi hefði áhuga á að mæta á ráðstefnu um vefsíðugerð og öllu tilheyrandi (PHP, PLP, CSS, uppsetningu vefþjóns o.s.frv.).
Hver er okkar markmið með ráðstefnunni?
#1 Auka skilning hins almenna ‘vefsíðugerðar mann’ á því sem hann er að gera.
#2 Útskýra helstu staðla á bakvið og hversvegna skuli fara eftir þeim.
#3 Fræða hinn almenna notenda um hvað liggur á bakvið vefjunum sem þeir skoða.
Svo dæmi séu tekin.
Þar sem þessi hugmynd er ennþá á algjöru byrjunarstígi erum við fyrst og fremst aðeins að kanna áhuga á svona ráðstefnu - og hvað almenningur hefur áhuga á að hlusta á/tala um.
Vil ég fá sem flesta til að kíkja inná vefinn http://radstefna.php.is en þar er könnun í gangi fyrir okkur til að kanna áhugan á svona dóti.
ATH! Þessir valmöguleikar á vefnum eru langt frá því að vera það sem endanlega verður rætt um á ráðstefnunni heldur er þetta bara til að gefa ykkur hugmynd um það sem okkur datt í hug að gæti verið áhuga vert að ræða um. Vil ég hvetja flesta til að rita fleiri hugmyndir í textarea'ið þarna neðst. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu verkefni okkar (skipulagi eða að halda fyrirlestur etc.) þætti okkur vænt um að þið gæfuð upp netfang ykkar til að við gætum svo haft samband við ykkur seinna (netföng eru að sjálfsögðu ekki gefin upp til þriðja aðila).
F.h. hugmyndasmiðanna,
Hannes Magnússon - conf@php.is