Nenni ekki að svara hverju og einu með viðeigandi þræðingu, en here goes… :)
Ég held að notkun á útlandasamböndum væri síst minni en þetta ef þetta væri alltaf ómælt/rukkað. Þá þekkti fólk miklu meira af góðum, erlendum niðurhalsuppsprettum sem það hefur varla náð að klóra í gegnum yfirborðið á með svona stuttum fyrirvara. Má þar nefna góða bittorrent sites, eDonkey/eMule, risastóra DC hubba o.s.frv. Auðvitað er hægt að lesa smá stundarbrjálæði út úr þessum gröfum, en samt…
Á Íslandi er nánast óendanlega miklu dýrara að halda úti stórum, áreiðanlegum útlandasamböndum en peerings/RIX tengingum. Verðskráin endurspeglar það ágætlega. Þeir sem spila á battle.net, mmo* leiki, fps leiki og fleira erlendis sjá ágætlega á þessu hvering staðan væri ef útlandatengingar væru yfirseldar/yfirbókaðar.
Eitt mögulegt módel til að halda slíku (ómældri útlandanotkun) úti væri að hækka kannski tengingar um 1500-2000 kall á línuna - en væri það ekki óréttlátt gagnvart þeim stóra meirihluta sem notar netið í smávegis vefráp og tölvupóst? Þeir væru þá sannarlega að niðurgreiða niðurhal stórnotendanna.
Cruxton:
Ég býð þér tvö ágæt dæmi frá eyþjóðum af mjög mismunandi stærðargráðu, sem þó glíma við sama grundvallarissue:
<a href="
http://www.bigpond.com/intern et-plans/broadband/adsl/“>PigPond/Telstra í Ástralíu</a>
<a href=”
http://www.tele.fo/breidband_vinnu ligt_prisir.asp“>Föroyja Tele í Færeyjum</a>
Föroyja Tele bjóða að vísu upp á eitt <a href=”
http://www.tele.fo/breidband_privat_prisir.asp">ómælt plan fyrir heimilisnotendur [linkur]</a>, en þar njóta þeir þess mjög að tilheyra Dönum. Við ættum kannski að fara þá leið aftur? :P
Hérna er svo skemmtilegt “catch” við “unlimited” þjónustuna frá Bigpond:
“* Speed may be slowed to 64kbps after 10GB; Service cannot be used for unauthorised purposes set out in the Acceptable Use Policy (AUP).”
Þetta gildir um innlent sem erlent, download sem upload. Og sambærilegar klausur eru orðnar mjög algengar, m.a.s. utan eyþjóða. Margar netþjónustur birta svo engin official þök, en senda þess í stað bréf með hótunum, hægja á þjónustunni eða loka henni þegar þessu óskilgreinda og óbirta þaki er náð. Má ég þá frekar biðja um að hafa þetta allt uppi á borðinu eins og hér, og greiða fyrir það… :)
Ég viðurkenni þó fúslega að þessi leið sem farin er á Íslandi ekki fullkomin, en hún er svo sannarlega skiljanleg, m.t.t. landlegu og risastórra áhrifa hennar á kostnað við erlendar tengingar. Ég vildi hins vegar nota tækifærið til að taka á tvenns konar málflutningi sem oft bólar á í þessari umræðu:
#1
“Síminn græðir X milljarða blabla! Hann getur alveg haft þetta ódýrara/gefið þetta!”
Hið rétta er auðvitað að mismunandi svið innan Símans eru fjárhagslega aðskilin - og sennilega er ekkert fyrirtæki endurskoðað jafnkirfilega. Hvað haldiði að samkeppnisyfirvöld yrðu lengi að stökkva á Símann ef hagnaður af rekstri t.d. GSM sviðs færi í að niðurgreiða netáskriftir eða niðurhal? Akkúrat þessi rekstur þarf að standa undir sér upp á eigin spýtur eins og allur annar sem Síminn stendur í.
#2
“Af hverju lækkar Síminn þetta ekki…”
“Síminn á ljósleiðarann..”
“Síminn…Síminn….Síminn…”
Síminn á vissulega smávægilegan hlut í Cantat-3. Staðreyndin er hins vegar að aðrar netþjónustur sem hafa yfir eigin útlandatengingum að ráða eru ekkert háðar Símanum að neinu leyti með þær. Cantat-3 rásirnar leigja þær af TeleGlobe, og kaupa sér eigið IP transit í UK og USA. OgVodafone kaupir eigin tengingar af TeleGlobe, aðaleigendum Cantat-3, og Lína.net er einnig með eigin tengingu. Af hverju ríða þessir aðilar ekki á vaðið með kannski helmingi ódýrara niðurhal? :)
Svo er auðvitað spurning hvernig litið yrði á það ef Síminn ætti frumkvæði af að keyra verð á þessu niður. Hver man ekki eftir kæru Íslandssíma þegar Síminn reið á vaðið með að aðskilja innlenda netnotkun frá erlendri, og hafa hana ókeypis? Þegar Farice-1 kemst í gagnið verður aðstaða ISPanna svo eins jöfn og hugsast getur, hvað erlendar tengingar varðar (nema hvað þeir munu væntanlega þurfa “haul” til Seyðisfjarðar gegnum ljósleiðara Símans, en það verður _mjög_ óverulegur hluti kostnaðarins, vænti ég).
Ég vildi bara veita sýn á fleiri fleti á þessu flókna máli, í von um að sem málefnalegastar umræður megi hljótast af.