Já, Síminn auglýsti fyrir helgina að það væri ókeypis að sækja gögn frá útlöndum í heila þrjá daga, frá 16. jan til 19. jan. Mér sýnist að íslendingar eru aldeilis að notfæra sér þetta því útlandatenging símans er að nálgast 100% álag (gögn inn).

Hægt er að skoða þessar tölur nánar hér:
http://traffic.simnet.is/public/utlond/utlond-sam tals.html


Nú spila ég mikið einn ákveðinn tölvuleik, og þá alltaf á útlenskum serverum. Ég hef ekki getað spilað þennan leik vegna þess að ég er með um 10-30% packet loss. Ég geri ráð fyrir að það sé útaf þessu gríðarlega álagi sem hefur myndast á línuna hjá símanum, því það hefur aldrei gerst að ég hafi haft packet loss í þessum leik.

Ég vil biðja símann um að endurskoða svona “gjafir” til notenda sinna, því jafnvel þó margir fagni því að geta downloadað ólöglegum hugbúnaði og kvikmyndum af vild þá getur það bitnað á fólki eins og mér að ekki er hægt að reiða sig á tenginguna til stóru landanna.


ps.
Ég hélt að ísland væri komið á gervihnattasamband því maður fann það á netinu að það væri bókstaflega hrunið. Einn vinur minn var að reyna sækja eina mikilvæga skrá af netinu (150kb) og hann var að fá 0.3kb/s.