Afnemun utanlands "rukks" Jæja ég er búinn að fá mig full saddan á þessu rugli í fólki sem er að væla yfir utanlands “rukki”, þetta er nauðsynlegur hlutur á þeim forsendum að sæstrengurinn sem við íslendingar erum að hlaða niður efni frá kostaði nú sitt, og viðhaldið á honum og rekstur, þó svo að það sé nú búið að borga hann upp, samt sem áður er að koma nýr strengur, og einhverstaðar þurfa peningarnir fyrir hann að koma.

En það sem hefur í för með sér ef utanlands “rukkið” væri nú afnumið þá myndi það leiða til þess að. (Mín skoðun)

1. Internet áskriftir myndu hækka
2. Módem og allur búnaðr tengdur netinu myndi fá á sig “skatt” t.d. módem sem kostar 5.990kr myndi fara í um 7.990kr og þar fram eftir götum, t.d. eins og með það þegar að umræðan um stuld á tónlist var hér forðum þá var settur skattur á diska útaf STEF dæminu, diskar hækkuðu um ca. 20% ef ekki meira.
3. Skattahækkanir, vegna viðhalds og rekstri á CANTAT eða þeirri línu sem þeir eru að leggja núna. Svokallaður CANTAT-skattur 2% af launum. (ekki væri ég til að hafa svona á mínum launaseðli)
4. Aftur væl um hvað allt er dýrt í sambandi við netið


Þó svo að Færeyjar hafi frítt utanlands download þá er það útaf samningi við Danmörk og ef við værum svo heppinn að hafa svona samning þá væri það allt gott og blessað, sendiði bara frekar undirskrifatlista til Alþingis og biðjið þið þá um að gera svona samning líka eða fara aftur undir völd dana eða hvernig sem þið viljið hafa þetta.

Allavega eins og ég vil hafa þetta er að kannski að lækka MB umfram gjaldið eða bara sleppa því að lækka það, það er nú alveg fínt eins og það er núna, 2,4 kr á mb held ég.

Vona allavega að þetta sé eitthvað sem fólk hugsi um áður en það fer að skrifa á einhvern udirskriftarlista varðandi afnemun á utanlands “rukki”

ps. Afsakið stafsetingar villur ef einhverjar eru því þessi grein var skrifuð í flýti og reiði :)


Kuti