Ég hef stundað Huga.is í þó nokkurn tíma, eða líklegast í tvö ár eða svo. Ég komst inn í þær deilur þegar allir voru með skítkast út í Huldu fyrir að vera stigahóra og ég upplifði það þegar JReykdal tók við sem vefstjóri. Reyndar er ekkert langt síðan hið siður nefnda gerðist en þetta eru smá brot af Huga sögu minni. ;)
Núna er maður að upplifa allt aftur, eins konar Deja Vu, en bara með öðrum manneskjum. Ég er að tala um það að það er verið að kasta skít í Pemmu fyrir að vera stigahóra, að allir eru að tala um HrannarM sem konung Ísraels eða eitthvað og mér sýnist AlmarD og Skangus geta leitað uppi alla pósta sem HrannarM annað hvort svara eða sendir inn.
En hvað er að gerast? Það er til dæmis langt síðan ég hætti að sjá RaggiS1, eða hvað sem hann hét, senda inn sínar marg umræddu greinar á Rokk og Gullöldin. Strax og ég frétti að það væri komið nýtt áhugamál um íslenska tónlist bjóst ég við að það æruverðuga áhugamál yrði “floodað” (afsakið íslenskuna) af Ragga þessum. En svo varð ekki.
Ég er líka að taka eftir ýmsum, töku dæmi um Harry Potter áhugamálið. Þangað inn flykkjast svokallaðar “stigahórur” (þetta er mitt mat), þ.e. krakkar (já, það eru oftast krakkar. Því hjá krökkum er málið oftast að vera mestur og bestur) og þessir krakkar senda inn endalausar myndir og kannanir en voða fáar góðar greinar koma inn nema þá áhugaspunar. En þetta er bara dæmi hjá mér.
Hvað finnst ykkur? Er þetta paranoja að vera með stig hér á Huga? Ég man enn eftir því að notandi sagði að hann hefði verið á álíkri vefsíðu einhvers staðar og þegar stigin voru afnumin fóru góðu greinarnar að rúlla inn en ruslið hætti. Þetta var eins konar “spam-filter” ;)
En þetta er mitt álit, hvert er ykkar?
Kv. torpedo