Góðan dag hugarar góðir.
Ég, Yalsamier hef orðið vitni að dálitlu sem að eflaust margir hafa tekið eftir, að netið er að verða umkringt hökkurum sem að skemma fyrir öðrum sem að vilja njóta þessa möguleika, það byrjaði á því að einhverjir menn út í heimi notuðu símalínu til að senda á milli sín bréf, þannig varð netið til.
Frá þessum tíma hefur netið breyst mikið, hugi.is, þessi góða síða, engir popupar og bara þæginlegir bannerar, engir sem að eru að reyna að koma manni í klípu eins og þegar að það er verið að pirra mann endalaust með “you are the 50.000 visitor of this web, get your price” eða eitthvað líkt þessu, það er áberandi hvað hugi.is hefur staðið sig vel og hefur ekki gert neitt þessu líkt, þetta gildir líka yfirleitt um íslenskar heimasíður.
En það sem að ég ætla aðalega að tala um í þessari grein kemur núna, það eru þessir hakkarar sem að eru að skemma allt fyrir okkur, þegar að ég ræsi tölvuna mína koma svona 3 popupar, ég fékk mér firewall í gær og þá tók ég eftir því að það voru svona 9 ip tölur sem að voru með aðgang að tölvunni minni og nýttu sér hana og létu upp popupa og þess lags á skjáinn, og þessir hakkarar eru orðnir það góðir að þeim tókst að fara í gegnum blessaðan basic zone alarm eldvegginn minn.
Það er farið að ske hjá mér að það er komið svo mikið af “junki” inná tölvuna mína að ég get bara keyrt viss applacation(EXE fæla), ef að ég ræsi suma, þá einfaldlega verður skjárinn minn blár og það stendur error og ég á að ýta á enter til að fara aftur í windows, ég ýti á enter og þá blikkar skjárinn minn einu sinni, og það kemur það sama nema að errorið er í öðrum fæl, þetta endurtekur sig svona 5 sinnum og svo verður skjárinn svartur og allt er frosið.
Hvernig er hægt að vilja skemma þennan heim fyrir okkur, netið er mikill gleðigjafi, það er hægt að spila tölvuleiki í gegnum þetta, vafra á því, niðurhjala skrám og allt, en því miður hafa glæpamenn tekið sig til og reynt að skemma þetta fyrir okkur með því að gera orma, hesta og þess lags vírusa, hver er tilgangurinn hjá þessum mönnum, eru þeir eitthvað betri heldur en hryðjuverkamennirnir í Al-quieda(það er náttúrulega miklu alvarlegra sem að þeir gera, ég er ekki að gera samanburð um mannslíf og netið), eru hakkarar ekki að skemma netið mikið meira heldur en að hryðjuverkamenn raunveruleikans eru að skemma jörðina og veröld okkar manna?
Hvaðan ætli að þessi ilska komi að vilja eyðinleggja?
Þarf ekki að koma nýr hugbúnaður eða einhver önnur forritun fyrir internetið til að það sé hægt að koma framhjá þessu, alveg ný tækni?
Það er hægt að reyna að þróa þetta alveg eins og menn gera, hvernig væri að gera hugbúnað sem að einfaldlega rekur upp slóð hans sem að kom vírusnum fyrst frá sér(vírus getur gengið á milli tölva, þannig að það væri ekki sniðugt að hafa þetta á tölvuna sem að maður fékk vírusinn frá)og sjá til þess að öll stýrikerfi sem að munu koma upp verði hönnuð með þeim eiginleikum að hakk sé ekki hægt, eða endurforrita einfaldlega PC og MAC þannig að ef að þessir hakkarar myndu reyna að búa til sitt eigið “hakk stýrikerfi” væri það ekki hægt, því að það væri búið að hanna undirstöður PC tölvunnar þannig að það væri ekki hægt, þessi draumur um að allir hakkarar myndu hverfa á brott er mjög langstóttur, en ef að það myndi takast þá væri netið mikið betra, enda er þetta bara gert af fullri illsku að skemma fyrir öðrum.
Í dag hafði ég lent í miklum vanda, ég hafði verið búinn að taka anti virus af tölvunni vegna þess að hakkarar höfðu gert það við tölvuna að þegar að ég skanna tölvuna, þá frýs hún, en ég tók mig til og setti hann aftur upp, ég skanna diskinn og þá kemur upp að það eru 3 vírusar! 3 vírusar inná tölvunni, þeir voru: Hacktool, Trojan.download.swiss og W31.hllp.handy, talvan er að eyða þessu út smátt og smátt, þetta var búið að angra mig mjög lengi, en ég fattaði ekki hvað talvan mín var orðin hökkuð fyrr en að ég fékk mér eldvegg í fyrradag.
Mig lýst ekki á þetta ástand eins og það er núna, verðum að gera eitthvað í þessu!.
Takk fyrir mig, ég vona að þér hafi þótt gaman að því að skoða þessar hugmyndir og skoðanir um hakkara og netið nú til dags.