Muninn.is Nú er verið að vinna hörðum höndum við uppsetningu á nýjum fréttavef, og það fréttavefnum muninn.is. Þessi vefur er fréttavefur Skólablaðs MA. Þetta verk er að öllu leyti unnið innan skólans. Á þessum nýja frétttavef verður fjölbreytilegt efni, fréttir, greinar, viðtöl, myndir og margt fleira.


Ætlunin er að Muninn verði sílifandi fjölmiðill nemenda og félagslífs MA, úrval af því sem þar birtist verði síðan ásamt öðru efni gefið út á prentuðum Munin einu sinni til tvisvar á vetri. Ritstjóri Munins er Ólafur Haukur Sverrisson 4X og hefur hann að baki sér harðsnúið lið. Aðalhönnuður hins nýja vefs er Örlygur Hnefill Örlygsson 1B en auk hans hefur unnið að uppsetningu og lokafrágangi Helgi Hrafn Halldórsson 2X.

Opnunin verðu á mánudaginn 19. febrúar 2001. Þannig að ég kvet alla til að kíkja á þennan glæsilega vef á mánudaginn kemur.
_______________________
HarabanaR
www.frekja.com
harabanar@frekja.com
HarabanaR - Það er ég.