Þar sem netið er algjör frumskógur orðin þá er orðið mjög mikilvægt að vera vel á verði fyrir ýmsum hlutum. Hér eru nokkur atriði sem netnotendur þurfa að gera sér grein fyrir.

1. Vírusar.
- Þetta er búið að vera alveg gífurlega mikið vandamál þetta árið og að sumu leyti er það göllum í Windows að kenna (Slammer, Blaster og Welchia eru vírusar sem nýta sér galla í Windows kerfum). Sobig-f er svo vírus sem nýtir sér galla í Outlook (póstforritið sem fylgir Windows meðal annars) til að senda póst útum allt. Þetta eru þó ekki einu vírusarnir en þessir hafa valdið hvað mestum usla í ár.
- Helstu lausnir eru að hafa vírusvörn (og MJÖG mikilvægt að athuga með uppfærslur reglulega). Fyrir þá sem eru ekki að tíma því að splæsa í vírusvörn (eins og ég :) ) þá mæli ég með eftirfarandi http://www.grisoft.com/us/us_index.php . En þeir bjóða uppá fría vírusvörn fyrir einstaklinga.

Síðan er alíka mikilvægt að hafa eldvegg í tölvunni. Mér hefur fundist að flestir séu að benda á Zone Alarm (hann er fáanlegur í ókeypis útgáfu) en þó hefur mér fundist að stillingamöguleikar séu ansi litlir í honum og nota því sjálfur Tiny Personal Firewall útgáfu 2 (útgáfur 4&5 kosta og eru full flóknar að mínu mati).

Að lokum er MJÖG MJÖG (get ekki lagt nægilega mikla áherslu á þetta) MJÖG mikilvægt fyrir Windows notendur að kíkja reglulega inná http://v4.windowsupdate.microsoft.com/en/default.asp. því þessa dagana er það nánast daglegur viðburður að nýjir gallar eru að koma fram í Windows sem gera óprúttnum aðilum það auðvelt að lauma inn vírusum og öðrum óþægindum fyrir netnotendur. Sjá þetta t.d. http://simnet.siminn.is/control/wb-view-news?id_news=54 30&cid_type=82&pid=17787

2. SpyWare & Adware
- Þetta er orðið mjög algengt vandamál líka og eiginlega alveg ótrúlegt hvað ég sé mikið af tölvum útum allt sem eru alveg stútfullar af svona rusli. Það sem þetta dót er að gera er aðallega það að þegar þú ert með Spyware í tölvunni hjá þér þá eru einhver óprútin markaðsfyrirtæki útí heimi að reyna að “trakka” allar síður sem þú skoðar og í verstu tilfellum er jafnvel verið að reyna að grafa upp kredikortanúmer, heimilsfang, síma og póstföng (ef póstfangið þitt á netinu kemst í hendurnar á þessum aðilum þá er MJÖG líklegt að þú farir að fá leiðinlegan ruslpóst). Adware er svo aðallega þannig að þú farir að fá pop-up síður með leiðinda auglýsingum á heimasíðum þar sem þetta á alls ekki að koma. T.d. að fá eitthvað klám pop-up á hugi.is … það er óeðlilegt :)
- Helstu lausnir eru að nota SpyBot Search & Destroy (fáanlegur á static.hugi.is ) til að leita eftir Spy/Adware í tölvunni. Tek það þó sterklega fram að það er mjög mikilvægt að þegar náð er í forritið að keyra Update strax svo að þú sért alltaf með nýjustu lýsingar á þessum Spy/Adware pestum. T.d. þá kemur forritið af huga með lista yfir 5.000 svona pestir, en eftir uppfærslu er listinn komin með hátt í 10.000(!). Síðan mæli ég með Spywareblaster líka (það og SpyBot er mjög gott kombó) þar sem það forrit virkar þannig að þú átt að geta sett upp vörn sem hindrar það að svona Spyware komist nokkurn tíman inná tölvuna hjá þér. Slóðin fyrir það er http://www.javacoolsoftware.com/spywareblaster.html.

3. Ruslpóstur
- Ég reyndar hlýt að teljast mjög ofsóknarbrjálaður þar sem ég hef eiginlega aldrei lent í því að fá ruslpóst til mín . En ég hef þó séð alveg ótrúlegt magn af ruslpósti sem fólk er að fá til sín, oft það mikið að það verður hreinlega að skipta um netföng til að losna við þetta. Til eru ýmis forrit til þess að berjast gegn þessu, en því miður þekki ég ekki hversu vel þau virka né heldur hvort að hægt sé að fá þau ókeypis. Ég hef þó heyrt mjög góða hluti um eftirfarandi plug-in fyrir Outlook og tel því óhætt að mæla með því. http://spambayes.sourceforge.net/.

Reyndar ætla ég líka að mæla með póstforritinu Thunderbird þó svo að það hafi lítið með ruslpóst að gera. Helsti kosturinn er aðallega sá að þá ertu ekki að keyra Outlook sem gerir netnotendur aðeins meira ónæma fyrir Outlook tengdum vírusum.
Það er hér : http://www.mozilla.org/projects/thunderbird/

Vona að þetta hafi verið ágætis yfirferð, endilega bætið einhverju við ef ég gleymdi einhverju. Þessi vandamál eru ekki líklega til að hverfa af sjálfu sér og því mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu öllu.

Friður!

GrandMU