– Heimildirnar að þessari grein er fenginn frá Ágústhefti Tölvuheims 2003 og frá opera.com –
Hið Íslenska/Norska fyrirtæki Opera Software ASA hefur nú komið með frábæra lausn fyrir netvafrara fyrir farsíma. Eins og flestir vita er Opera vafrarinn upprunalega hannaður fyrir borð og ferðatölvur, en eins og tímanir breytast er Opera Software ASA að teyga sig í nýjan markað, þ.e.a.s. að flytja forrit sín yfir í farsíma.
Farsímar og Tölvur eru hægt og bítandi að renna saman í eina heild, og heldur Opera að stærsti markaðurinn sé í farsímabransanum. Í Ágústhefti Tölvuheims var tekið viðtal við Íslendinginn Jón Stephenson von Tetzchner sem er framkvæmdarstjóri (CEO) og annar aðaleigandi Opera Software ASA sem staðsett er í Noregi. Hann segir að áherslan síðasta árið hjá fyrirtækinu hafi færst mikið yfir í þróun vafrar fyrir farsíma og telur víst að á því sviði séu ónýttir möguleikar. ,,Þar verður þróunin sífellt hraðari. Framleiðendur leggja sig fram um að koma með nýja og spennandi hluti til að auka söluna, litaskjái, myndavélar og fleira. Svo er Internetið í stöðugri þróun. Það er ljóst að þeir sem vantrúaðir voru á að hægt væri að gera Netinu skil í farsíma verði að éta það ofan í sig. Það sýnir sig að í Japan hefur samruni farsíma og Internets gengið vel og fólk nýtir sér Netið mikið.” segir Jón
Opera hefur verið í samstarfi við nokkur símafyrirtæki, þar einkum helst Nokia og Sony Ericsson. Önnur fyrirtæki eru AMD, Ericsson, IBM, Insignia, Macromedia, Metrowerks, PalmPalm, Psion Teklogix, RedFlag, Sharp, Symbian og Trolltech. En að sjálfsögðu eru fleiri fyrirtæki en þau tengjast ekki öll farsíma bröltinu. Þeir símar sem nú þegar er hægt að fá vafrar í eru símarnir Nokia 7650 og Nokia 3650, en sá sími sem ég mæli persónulega með er Sony-Ericsson P800. Sá sími er tæknilega séð frekar lófatölva en sími og er með frábærum snertiskjá. Símanum má stýra með Windows XP og honum fylgir einnig Office forrit á borð við Word, Excel og PowerPoint frá Microsoft. Það er líklega margt annað sem hægt er að nota síman fyrir. En að bæta við Opera 6.01 toppar allt.
Vafrarinn virkar þannig að efni vefsíðunnar sem skoðuð er raðar upp á nýtt svo að hún passi á svona lítinn skjá. En ekki búast við að allar síður henti þessum vafra. Sumar síður sem t.d. innihalda mikið af Javascript geta gert það hægvirkara að hlaðast inn eða bara virka alls ekki. Ég hef sjálfur ekki prófað þetta svo að allt sem ég segi hér er bara frá lestri ekki reynslu. Sagt er að 98%-99% allra síðna á netinu eigi að virka en þó þær virki gæti þurft rosalega þolmæði til að bíða þangað til að hún er full hlaðinn en það er þó sjalgæft. Því minni flókinn script því fljótari verður hún. ,, Síðurnar hlaðast nokkuð hratt inn án þess að þeim sé ,,hjálpað”, en svo er hægt að hraða á þeim með sérstökum miðlarabúnaði til að þjappa síðunum fyrir þá sem vilja laða farsímanotendur sérstaklega til sín” Með slíkum búnaði sagði Jón aðsíðurnar myndu hlaðast allt að fjórum sinnum hraðar inn.
Jón segir að frábært samstarf sé við önnur fyrirtæki um allan heim og er mest allt af farsímafyrirtækjunum þau sem ég nefndi í þarasíðustu málsgrein. Opera er nú að verða næststærsta og sér um þróun á vöfrurum fyrir ekki bara heimilistölvur og farsíma. Þeir eru nú í samstarfi við önnur fyrirtæki til að þróa vafra fyrir t.d. bíla, flugvélar og jafn vel sjónvörp sem ætlað er nýju gagnvirku stafrænu sjónvarpana. Þar eru stæri skjáir en að sjálfsögðu er það líkt vandamál og með litlu farsímaskjánna.
Þróunin heldur áfram og farsímannir verða fleiri. Opera heldur sig í markaðnum og framleiðir flóknari og flottari vafra fyrir farsímana á meðan markaðurinn stækar. Svo á það líka eftir að hjálpa þegar netið lagar sig að farsímanum og Opera á eftir að eiga auðveldara að geta haft samstarf við net- og vefframleiðeindunar sjálfa, þ.e.a.s. okkur öll sem leikur okkur að vefsmíði. En við sjáum nú hvað tíminn setur.
(Áður en þið kaupið þá síma sem talað var um hér í þessari grein mundi ég byrja á því að athuga hvort að Íslandsími(OgVodafone) eða Landsíminn styðja netsamband við símana, eða hvort þeir styðji símana sjálfa)
Nokia 7650
http://www.nokia.com/nokia/0,,137,00.html
http:/ /www.nokia.com/cda1/0,1080,825,00.html
Nokia 3650
http://www.nokia.com/nokia/0,,2273,00.html
http: //www.nokia.com/nokia/0,8764,2277,00.html#
Son y-Ericsson
http://www.sonyericsson.com/uk
(Undir þessum link skaltu líka fara í “Try the phone” linkinn sem sýnir þríviddar spill af öllum helstu aðgerðum í símanum. Rosa flott. Þú verður að hafa Shockwave uppsetan í tölvunni þinni til að geta spilað það. http://www.macromedia.com/shockwave/download/
)