SMS á netinu og peningagræðgi Landsímans
Nú hefur Landssíminn tekið upp á því snjallræði að senda auglýsingar með SMSum sem send eru af netinu. Nú eru skilaboðin einungis um 100 stafir að lengd, í stað um 160. 60 stafir fara í auglýsingu sem send er með hverju einasta SMSi. Ég verð nú bara að segja að mér finnst þetta fáránlegt, maður fær alveg nóg af auglýsingum út um allt nú þegar. Þó að þú sért dyggur viðskiptavinur hjá símanum, borgir þína reikninga osfrv. geturu ekkert gert til að stöðva þessa auglýsinga-holskeflu sem stefnir í símann þinn - ef þú ert svo “óheppinn” að eiga mikið af vinum sem nota netið til að senda þér SMS. bíbíbíbíbíb! “Tilboð á stálull í Hagkaup, með og án sápu” Hæhæ Palli hérna, hvað segiru go (plássið búið)
<p>
Er verið að refsa fólki fyrir að nota netið? Fyrir Landssímann þýðir þetta meiri SMS (því maður kemur ekki eins miklu fyrir í hverju SMSi) = meiri peningar fyrir þá. Fyrir viðskiptavininn er þetta tíma- og þar með peningaeyðsla plús þetta er einfaldlega óþolandi að láta þröngva þessu svona uppá sig. Mér finnst þetta blátt áfram ganga þvert á allt sem heitir góð þjónusta.
<p>
Ég bendi á 8007000@siminn.is og siminn@siminn.is fyrir þá sem hafa eitthvað við starfsfólk Landsímans að segja um þetta mál. Endilega tjáið ykkur orðfæru og beinskeyttu huganotendur!
<p>
Ég bendi líka á að Tal klínir engum auglýsingum inn á sín SMS (ennþá…) kannski gott að minna Landsímann aðeins á það…

kveðja,
Aniston