Mikið hefur verið sagt og mis gáfulegt en hér eru nokkrar staðreyndir um Línu.net og fleira.
Ef þú býrð í blokk er komið með ljósleiðara inní húsið hjá þér. Í rafmagnstöfluna er settur HUB eða Switch ( stór munur ég veit ) og svo færð þú 100Mbit Net inn til þín. Ljósleiðarinn inní blokkina er svo tekin og tengdur IP-Router í næstu spennustöð. Þar tekur við IP-Net milli spennistöðva. IP-Net er t.d. mun öflugra en ATM net eins og ég held að LS sé með. Ég veit ekki hver hraðinn verður á því en hann er mjög líklega einhver Gbit.
Svo þú deilir tenginguni út í spennu stöð með þeim sem búa í blokkinni og svo IP-Netinu með öllum. Við verðum þó að átta okkur á að þetta er net svo allir pakkar eru ekki að fara sömu leið svo heildar flutningsgeta þess getur verið meiri en Gbit talan sem gefin er upp á því. T.d. ef ég er að spila leik við einhvern í hverfinu þá hefur það engin áhrif á einhvern sem býr í öðru hverfi nema hann þurfi að tala við eða í gegnum hverfið mitt.
Nú svo er það tengingin úr landinu. Eins og er er Lína.Net með 45mbit tengingu. Það þarf því einungis einn notanda til að sprengja hana. Nú ef þeir eru tveir skipta þeir henni bara á milli sín o.s.fv. Nú er það svo að Intís er líka með 45MBit og LS einnig. Svo hvað verður þá hraðvirkast? Allir notendur Intís skipta þeirra 45MBit með sé og það sama gildir um LS. Svo sú tenginging sem hefur FÆSTA notendur per MBit verður hraðvirkust algerlega óháð hversu hraða tengingu þeir eru með. ( ADSL eða Línu.Net ) Ég veit að þetta er smá einföldun því módem notendur geta kannski ekki fullnýtt sér sinn hluta af bandvíddinni svo aðrir græða á því en þetta er fullkomlega rétt hvað varðar allar stærri tengingar eins og ADSL og Línu.Net.
Einnig er smá spurning um MB gjöld en með þeim má fæla notendur frá því að vera alltaf að nota tenginguna úr landi. Reyndar skilst mér að Lína.Net ætli ekki að rukka nein MB gjöld og finnst mér það fásinna því þá er hægt að bóka að þegar ég ÞARF bandvídd til útlanda eru allir unglingar landsins að Download-a nýustu Futurama þáttunum eða eitthvað. Ég tel þó líklegt að þetta verði svipað hjá öllum í framtíðinni.
Það þarf því að skoða nokkra hluti hvern í sínu lagi þegar tenging er valin.
1. Hraði til útlanda. Þetta ræðst af fjöldan notanda per MBit tengingu úr landi. ( Spurning hvor vinnur LS eða Lína.Net )
2. Hraða innanlands. Þetta ræðst af hversu feitan línk þú hefur og hversu öflugt “Back Bone” er í netinu. ( 100Mbit og IP Back Bone, Lína.Net vinnur þetta örugglega )
3. Verð. ( Það verður eitthvert verðstríð 8-) )
4. Ping fyrir leiki. Lína.Net er algerlega Digital en mér skilst að ADSL noti Modem og ef það orð er notað hér á réttan hátt er nokkuð ljóst að Ping ætti að vera betra hjá Linu.Net
5. Þarf ég að skipta aftur? Mér finnst líklegt að ADSL muni einhverntíman renna sitt skeið ( LS er líka að leggja ljósleiðara ) en ekki er líklegt að ljósleiðarar verði úreldir á næstunni.
Eitthvað fleira? Kannski en ég fæ mér Línu.Net.