Sælir netverjar,

Ítrekað hafa komið upp umræður hjá okkur sem stundum að skiptast á skrám um að tími sé kominn á stórt net til að skiptast á skjölum.

Við settum okkur það markmið að koma upp nýju slíku neti og notuðumst við þessi viðmið er við völdum okkur net og þjóna:

* Hægt sé að stjórna aðgangi svo einungis IP vistföng á Íslandi fái inni.
* Samskipti milli forrita og þjóna séu með minnsta móti til að minnka kröfur um bandvídd og tölvukraft.
* Hægt sé að leita á netinu gegnum vefinn.
* Skrár séu auðkenndar með prófsummu (checksum) en ekki t.d. skráarheitum.
* Gott framboð sé á forritum fyrir sem flest stýrikerfi.
* Skrár séu sendar beint milli notenda.
* Aukaþjónustur líkt og spjall sé hægt að keyra á annari bandvídd og öðrum þjónum.
* Hægt sé að sækja sömu skrána frá fleirri en einum notenda í einu.
* Hengja mætti athugasemdir eða upplýsingar við skjölin.
* Hægt sé að benda öðrum á skrárnar gegnum t.d. vef eða tölvupóst með hlekk.

Á endanum fannst net sem að svaraði öllum þessum kröfum og hafist hefur verið handa við að staðfæra og aðlaga hugbúnaðinn að okkar þörfum.

Við erum nú að fara þess á leit við netverja að taka höndum saman og aðstoða okkur við að koma upp þessu neti.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt með því að leggja til tölvubúnað, bandvídd eða aðstoð á annan hátt endilega hafðu samband við okkur með því að senda tölvupóst á gudfinnure@torg.is

Með kveðju,
Guðfinnu