600kr var bara verðhugmynd.
Það kom til okkar 3 aðili, og sagðist hann vera búinn að tala við stef um þessi mál og
að stef myndu sættast á hluta af þessu. Ég get samt ekki fullyrt þau mál, þar sem ég
var ekki sjálfur í sambandi við STEF.
Kannski að þeir vilji bara fá eitthvað, frekar en ekki neitt.
Eins og ég var búinn að segja þá fá þeir gjöld af hverjum óskrifuðum disk.
Afhverju ?
——
Í sambandi við DivX og samskonar gæði, þá eru víst til reglur sem segja að þú meigir eiga
mynd sem er undir 4gb í stærð, en… Ég hef ekki séð þær sjálfur og get ekki héldur fullyrt það :)
Ég var nú samt ekki að tala um að þú mættir afrita leiguspólur. Þetta er eitthvað sem tengist
reglum um VHS og upptökur í sjónvarpi (reikna ég með)
——-
Það er gott að þú kaupir allt og notar bara löglegan hugbúnað. Ég er ekki að segja að allir eigi
að nota ólöglegan hugbúnað eða að fá fólk til að sækja allt ókeypis, ég skora á fólk að borga fyrir
það sem það notar, ég geri það. Persónulega finnst mér samt tónlist og dvd myndir dýrar.
Oft hef ég keypt heilann disk útaf einu lagi, og hef ekki verið sáttur við að borga 2000kr fyrir 1 lag :)
Mér finnst það kostur að geta sótt nokkur lög og svo keypt plötuna, ef mér líka hún..
——–
Varðandi Microsoft, þá hef ég ekki myndað mér skoðun á þeim málum og ætla ekkert að fara í þau.
——-
Varðandi afritun á því sem þú hefur keypt, þá héld ég að lög og reglur segi að þú meigir taka afrit.
Þetta er tekið af
http://www.icelandicmusic.is/tonlist.asp: “Má ég setja geislaplötusafnið mitt inn á netið?
Nei, þú mátt ekki einu sinni afrita það inn á tölvuna þína. Ekki heldur einstök lög. Í því felst afritun sem er ólögleg samkvæmt höfundalögum.”
Ég skil þetta ekki, afhverju segja þeir þetta ef lög segja annað ?
Er stef og aðrir bara að breyta lögum og reglum eins og þeim hendar ?
——-
Ég er svo alveg sammála þér um þessa afritunarvörn. Enda var Celin Dion kærð fyrir þetta og
ef ég man rétt þá tapaði útgáfu fyrirtækið hennar. Semsagt þessi vörn var ólögleg…
——–
Það er alveg pottþétt að margir eiga eftir að “reyna” að stoppa Kazaa, DC og allt það.
Vonandi koma skýrari reglur um internetið og file-sharing forrit í framtíðinni.
Það verður ekki mikið eftir af tónlistar mönnum og leikurum ef enginn kaupir dót frá þeim.
Ég styð www.tonlist.is, mér finnst það flott framtak…
Mér finnst bara vanta smá vit í þetta, gæðin á lögum erum rusl og að endurnýja áskrift í hverjum
mánuði til að missa ekki tónlistar safnið er bjánalegt.
Vonandi verða breytingar á þessu hjá þeim.
Og vonandi lækka tónlistar diskar út í búð……
Kveðja
X-Rated