Mikið hefur verið rætt um download af netinu, bæði lögleg og ólögleg, og hvernig hægt sé að sporna við ólöglegum downloadum. Plötufyrirtæki hafa farið í mál við ýmis fyrirtæki í sambandi við þetta. Þar er einna frægast Napster-málið svokallaða.
Núna eru að poppa upp hinar og þessar síður sem bjóða upp á lögleg download á tónlist og þar með er svokölluð herferð gegn ólöglegum downloadum byrjuð.
Það vita samt allir að þetta mun verða mjög erfitt verk, þar sem forrit eins og KaZaa og DC++ og hinir ýmsir FTP-serverar eru mjög vinsælir.
Núna eru fullt af rannsóknum komar í gang í sambandi við þetta efni, bæði sem plötufyrirtæki eru að gera og líka fullt af rannsóknum í sambandi við lokaritgerðir í skólum út um allan heim.
Hér er t.d. spurningarlisti í sambandi við þetta frá íslenskum nemanda í London sem er að gera lokaritgerð í viðskiptarnámi í Háskóla:
www.iceland-uk.org/mba
Ég hvet alla til að skoða þetta og svara spurningum hennar og hjálpa henni í rannsókn sinni. Þessi rannsókn gæti hugsanlega komið fram í tónlistarblöðum í bretlandi. Ég sjálfur downloada mjög mikið af netinu og er forvitinn í að vita hvort að plötufyriritækin geti spornað við þessari þróun ólöglegra downloada á tónlist á netinu.
Tjekk it out!