Ég er einn af þeim sem fynst vera svakalega pirrandi þegar fólk er að gera svokallað public away á IRC og er örugglega ekki einn um það. Þetta er farið að vera plága.
Fyrir þá sem vita ekki muninn á public-away og venjulegum away-skilaboðum er munurinn einfandlega sá að með venjulegum away-skilaboðum kemur fram í notendaupplýsingunum og þegar reynt er að ná sambandi við einhvern að hann sé fjarverandi og síðan koma skilaboð frá honum í status-gluggan (t.d. “grugli is away: ég er ekki hérna”). Þetta kemur bara þegar reynt er að tala beint við viðkomandi.
Hinsvegar þegar einhver gerir public-away kemur fram á öllum rásum sem hann er á að hann sé farinn. (t.d. "asni is away, ég er farinn út[log:OFF][page:OFF]“)
Eftir mikinn pirring og leiðindi (það er til fólk sem hatar mig bara útaf þessu) ákvað ég að forrita mIRC þannig að það sýnir ekki þessi skilaboð.
Hér fyrir neðan er einföld leið til að losna við þennan óbjóð fyrir fullt og allt.
Það er mjög einfalt að gera þetta.
Ég er reyndar búinn að gera þetta hálf aulahelt þannig að þeir sem eru lengra komnir geta farið hratt yfir þetta.
1. Opnið mIRC ef þið eruð ekki með það opið.
2. Opnið Remote Scripts.
Það er gert með því að fara í Tools og Remote eða ýta á ALT og R.
3. Búið til nýa Remote-skrá.
Í remote-glugganum skuluð þið fara í File og New.
4. Setjið eftirfarandi kóða inn í remote-skránna:
# Public Away remover byrjar
on ^*:action:*away*:# {
haltdef
}
on ^*:action:*gone*:# {
haltdef
}
on ^*:action:*returned*:# {
haltdef
}
on ^*:action:*is back*:# {
haltdef
}
# Public Away remover endar
5. Vistið nýu skránna.
Farið í File og Save As og skýrið skránna eitthvað sniðugt eins og t.d. ”stebbi-sæti.ini"
Til að fá að sjá þessi yndislegu public-away skilaboð aftur er hægt að fara í remote, finna skránna og fara í File og Unload.
Vonandi mun þetta hjálpa sálufélögum mínum við að losna við þetta þó þetta sé svoldið löng grein hjá mér. :)
Hvað kemur mér það við að eitthvað fólk sem ég þekki ekki sé ekki fyrir framan tölvuna?