Tenzing hefur gert samning við fleiri flugfélög, eins og Cathay Pacific Airways, sem stefnir að því að netvæða 62 flugvélar sínar með 1,5 Mb/s-tengingu og nota þráðlausa LAN-tengingu til gagnaþjöppunar. Búist er við að slík þjónusta verði orðin að veruleika í apríl á næsta ári, að því er greint er frá í Computerworld, <a href=“www.computerworld.com” target=“new”>www.computerworld.com </a> . Gert er ráð fyrir að flutningshraði í gegnum gervihnött Inmarsat nemi 2,4 Kb/s. Hins vegar áformar Inmarsat að bjóða tengingu sem nemur 64 Kb/s síðar á næsta ári.
Þá ætla Boeing-verksmiðjurnar að gera háhraða nettengingu mögulega fyrir flugfélög. Connexion-tækni fyrirtækisins mun nota breiðbandsgervihnetti til þess að gera farþegum kleift að komast í netsamband, skoða tölvupóst og horfa á sjónvarp. Gert er ráð fyrir að þessi búnaður verði orðinn algengur í farþegavélum seint á næsta ári eða í upphafi árs 2002, að því er fram kemur í frétt Techweb.com, <a href=“www.techweb.com” target=“new”>www.techweb.com</a>. Búnaðurinn er í þróun í tólf herþotum, tólf farþegavélum og einkavél Scott E. Carson, aðstoðarforstjóra Boeing. Búnaðurinn, sem enn þarfnast samþykkis yfirvalda í Bandaríkjunum, vakti mikla athygli á Comdex-sýningunni síðastliðið haust. Segir að gert sé ráð fyrir að búnaðurinn kosti álíka mikið og meðalfarsími.
Cazper[International]
Haukur Már Böðvarsson