Fyrir svona ári síðan þá keypti bróðir minn sér tölvu hjá Tölvulistanum(ef ég man rétt) og þar var svona tilboð í gangi “Gerðu samning við Mmedia til eins árs og þú færð módemið frítt hjá okkur”. Hann skellti þér á þetta tilboð. Núna var hann fastur í hjá þeim í ár.

Að skrifa undir svona samning hjá Mmedia er eins og að semja við einhver að þú notir bara 56k módem í heilt ár. Vegna þess að hjá þeim er ömurlegur hraði sem jafnast á að vera með 56k módem. Ég hef verið hjá mörgum öðrum aðilum t.d. Islandia, Íslandssíma og er ég hjá Simnet núna, Þótt að þeir sé ekki fullkomnir finnst mér þeir vera bestir.

Ég er mikill tölvuleikjaunnandi og spila þá mjög mikið á netinu og eins og flestir vita þá er lélegt ping ekki skemmtilegt í netleikjum. Eftir klukkann 2 á daginn er hell að spila leiki, pingið fer oft upp í 150 ef ekki upp í 200.

Ok síðan einn daginn þá hringi ég uppeftir í þessa kalla til þess að skamma þá aðeins og ég tala við einhvern kall sem er einhver stjóri þarna. Ég segi honum hvernig þetta er hjá mér og hann segist vita allt um þetta vandamál og það eigi að fara laga þetta bráðum og hann hringir í mig þegar þetta er komið í lag. Síðan einn góðan veðurdag hringir hann í mig og segir að þetta sé komið í lag og ég fer að spila. Þetta var í lagi í svona mesta lagi viku þá var allt komið í sama lag aftur.

Þetta er ekki bara eitthvað case hjá mér, ég hef talað við fullt af liði sem spilar leiki og það segir að það sé ekki nógu ánægt með Mmedia. Ég ráðlegg öllum þeim sem vilja spila tölvuleiki á nútímahraða(256 og ofar) að vera ekki hjá mmedia.

Ég hvet einhvern stjóra á Mmedia til þess að reyna að afsaka þetta hérna og segja hvað hann ætlar að gera í málunum.

Jökull

P.s. Vinsamlegast ekki koma með einhver leiðindar komment útaf stafsetningarvillum