Ástæða þess að ég fór að hugsa um ADSL var að félagi minn hringir og tilkynnir mér að hann hefði fengið sér ADSL II pakka hjá Íslandssíma. Hann var allur mjög ánægður með þetta og sagði mér að hann hefði fengið módem frítt gegn 12 mánaða tenginu, 512 kb/sec hraða og gert var ráð fyrir 5-7 daga biðtíma með uppsetningu á ADSL á línuna.
Til að byrja á byrjuninni þá lét ég flytja símalínuna sem ég var með(óvirka) inní herbergi hjá mér. Ég hringi í Símann og þeir fá mann á staðinn 2 dögum seinna. Hann kemur og setur allt í gagn á c.a. 25 min. Einhvern veginn átti ég von á nokkura daga “prosess” á þessu en hann græjaði þetta allt á staðnum. Done deal.
Síðan var það ADSL tenging. Ég hef samband við þennan félaga minn(8 dögum síðar) og ætlaði að kanna hvernig þetta væri að funkera hjá Íslandssíma. Hann tjáir mér að þetta sé nú reyndar ekki komið þrátt fyrir að 8 dagar væru liðnir en hann væri búinn að apyrjast fyrir um ástæður seinkunar og hvernær þetta kæmi en lítið væri um svör. Mér fannst þetta nú frekar lélegt en ákvað samt að kanna íslandssíma líka þar sem þetta gæti verið einstakt tilfelli þótt ólíklegt væri.
Ég legg leið mína niður í Kringlu og fer að afla mér upplýsinga um hina ýmsu pakka hjá Íslandssíma. Ég byrja á að spyrja um biðtímann. Hún segir að það séu 5-7 virkir dagar. Ég spyr þá hvort það sé að standast? “já, já..” Fæ ég á móti. Þá segi ég að ég þekki einn sem sé búinn að bíða á 9. dag og ekkert sé að gerast í hans málum. “Það eru 5-7 dagar lágmark, AUÐVITAÐ..”. WHAT? Lágmark? Hvað er þá hámarkið? - Hún telur það vera misjafnt eftir álagi(hver er þá tilgangurinn í að vera að gefa upp biðtíma?).
Þá er það verðið. Hún gefur mér upp ákveðið verð og inní því var 12 mánaða samningstími. Auk þess sagði hún að ég þyrfti að borga móthaldið. Ég spyr þá um frítt móthald gegn 12 mánaða samningi. Hún segir þá að það sé gamalt en þetta sem ég sé með fyrir framan mig sé miklu hagstæðara fyrir mig. Ég er nú ansi efins og á erfitt með að trúa því að það sé hagstæðara fyrir mig að kaupa móthald í stað þess að fá það frítt. Þá dettur mér í hug að spyrja hvað ég sé að græða á því að vera bundinn í 12 mánuði hjá þeim ef ég er ekki að fá móthald frítt með? Hún segir þá bara að ég sé ekki að skilja og fer bara að snúa útúr og svarar ekki neinu. Ég hugsa með mér að þetta sé nú full “loðið” og nái ekki nokkuri átt, þakka kurteisislega fyrir og fer. Þess má geta að það tók 10 og hálfan dag að græja þetta fyrir félaga minn eftir mikið þras og vesen m.a með notenda og aðgangsorð sem týndust hjá þeim.
Ég legg leið mína yfir ganginn og inn í Símann. Þar byrjar sami spurninga listinn en þar eru svörin öll skýr og á reiðum höndum. Engir sérstakir pakkar séu í gangi(megi ekki niðurgreiða pakka vegna markaðsráðani stöðu) en segir mér að á næsta föstudag muni Síminn fella niður 6000.- kr gjald(Jólatilboð) sem venjulega er fyrir að standsetja ADSL á línu auk þess séu fyrstu 2 mánuðurnir fríir sé tenging tekin hjá Símanum. Allt er á hreinu og ég geng út með blað með öllum upplýsingum.
Eftir þessa reynslu mína ákvað ég að gefa Íslandssíma uppá bátinn og snúa mér að Símanum þrátt fyrir að vera örlítið dýrari til lengri tíma litið. Ég fer á Föstudegi í Símann kl. 10.15 og panta standsetningu á ADSL á línu og ADSL aðgang hjá Símanum ásamt módemi. Tekur engann tíma og uppgefin bið er 1-3 dagar.
Eins og eflaust margir ykkar kannast við þá er maður oft ansi spenntur þegar maður fær eitthvað “nýtt dót”, þannig að ég hringi kl. 15.00(samdægurs) og athuga bara svona til gamans hvort það sé búið að græja línuna og allt það. “Jú, jú allt komið í gang! ..” er svarið sem ég fæ. Ég sem átti nú enganveginn von á þessu verð auðvitað yfirmig ánægður að fá þetta í gagn fyrir helgi og það á ekki nema tæpum 5 klst.
Svona eitthvað er það sem óreiðu-fyrirtæki eins og Íslandssími mættu að taka sér til fyrir fyrirmyndar. Ég veit reyndar að það er Síminn sem setur ADSL á línur og því gæti tekið eitthvað lengur fyrir utanaðkomandi fyrirtæki að fá aðgang fyrir sýna kúnna sökum umsókna og pappírsvesens en það tekur ekki fleiri daga. Ég hef nú þegar þetta er ritað haft spurnir af fleirum sem lent hafa í svipuðu veseni og umræddur piltur hjá Íslandssíma vegna ADSL tenginga. Eftir þetta hef ég líka séð “frítt módem” pakkan marg auglýstan hjá Íslandssíma og er hann víst enn í gangi en greinilega ekki fyrir hvern sem er.
Að lokum vil ég koma á framfæri kærum þökkum til Símans fyrir frábæra og mjög svo fljótlega þjónustu og hveta fólk til að forðast Íslandssíma og þeirra undarlegu 12mánaða-samnings díla sem gefa ekkert til baka.
Magnus Haflidason