Mig langaði bara að minnast á að íslendingar eiga stórann hlut í cantat og símafyrirtæki þurfa oftast að borga fyrir að tengjast öðrum símafyrirtækum, hvort sem þau eru á íslandi eða í bandaríkunum. Það getur sem sagt orðið hagnaður af því að EIGA svona streng því að aðrar þjóðir/ISP þurfa að borga fyrir að nota hann.
Cantat strengurinn er orðinn bísna gamall og hefur verið umræða í gangi um að leggja nýjann stregn í mörg ár! Sem dæmi má nefna að þegar íslandssími var að fara af stað kom sú umræða upp, enda var það stefna þeirra að fjölga háhraða internettengingum hér á landi.
Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er mikið til í að verja þessar ásakanir um hátt verð og koma oft með alveg stór furðuleg dæmi um af hverju þetta sé svona. Það er ekkert lítil eftirspurn eftir háhraða internettenginum í Þýskalandi, það er ekki jafn nauðsinlegt fyrir fyrirtæki að hafa hraðar tengingar. Ég nefnt dæmi um kunningja minn í þýskalandi sem er með 1,5megabit tengingu og með ótakmarkað download á 2000kr á mán!
Já við búum á íslandi, og það er ekki stórmál, er ekki Bretland eyja? Halló og af hverju eru þeir ekki með gígabætið til íslands á 2500kr?
Margir íslendingar halda það líka að það kosti að upploada, að við séum rukkaðir 2,5kr fyrir það líka. Það er BULL!!!! Ég man að fyrir ekki svo löngu síðan lenti ég í rifrildi um þetta á ircinu og meirihluti þeirra sem var á rásinni héldu virkilega að þetta væri satt.
Ok, við erum hérna á íslandi og við erum að borga fyrir að downloada… Núna eru til dæmis margar íslenskar síður sem fá reglulegar heimsóknir frá útlendingum, eins og eve.is, og er fólkið að borga fyrir að tengjast íslenskum server? Ég held nú ekki, en samt þurfum við að borga fyrir að tengjast þeim. Fáránlegt.
Niðurstaðan er sú að eina rökrétta ástæðan fyrir því að íslandssími er með svona hátt gjald á utanlands niðurhlað, er vegna þess að strengurinn ber ekki meira.
Það var líka minnst á það fyrir ofan að fyrirtæki í bandaríkjunum og bretlandi stefndu á það að gera eins og landssíminn, sem er alveg hárrétt. Við íslendingar erum mjög tæknivæddir og er netkerfi okkar áræðanlega með þeim bestu í heiminum, t.d. breiðbandið er byggt á ljósleiðurum, en er þó samt kapalkerfi. Kapalkerfi eru þannig að ef margir í sama hverfi eru að nota netið þá hægist á því. Þetta getur ekki gerst hérna vegna þess að breðbandið er að tengjast í ljósleiðara sem getur borið fleiri terabætin af gögnum!
Bandaríkin búa ekki við sama lúksus og eru því netkefin hjá þeim að kikna undan álagi, vegna þess að byggja á úreltri tækni! Kapalkerfin hjá þeim eru bara venjuleg kapalkerfi og notast bara við vengjulegar sjónvarpskapla, ekki ljósleiðara. Núna er þetta farið að verða svo mikið vandamál að þeir þurfa að koma í veg fyrir að vissir einstaklingar sem eru kallaðir “power users” eða “bandwith hoggers” en þessir notendur eru mikið að downloada eða eru með ftp servers. Margar internet þjónustur banna það að maður reki server á tenginguni sinni.
Þeir sem eru núna að setja takmarkanir á download hjá sér í BNA eru aðalega capal-netfyrirtækin vegna þess hve kerfin hjá þeim eru viðkvæm fyrir þessu vandamáli. En takmörkunin hjá þeim er samt alveg gjör ólík því sem við könnustum við. Þjónustu aðilar þar eiga til með að byrja að rukka mann um nokkur cent á MB'ið þegar maður hefur kanski farið yfir 30Gb í download, en það er bara í sárafáum tilfellum.
Niðustaðan er sú að þegar nýr strengur kemur, mun síminn vonadndi lækka download gjaldið. Ólíklegt er að hann muni hætta að rukka fyrir utanlandsdownload, enda er fyrirtækið í einokunarstöðu, en ef við erum heppin þá mun megabætið lækka verulega:)
.
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*