DDOS árásir eða “distriputed denial-of-service attacks” eins og þetta kallast nú á enskunni er þekkt vandamál í netheiminum.
DDOS virkar þannig að einhver glæponi einhversstaðar í heiminum sýkir illavarðar tölvur(kallaðar “zombies”) með kóða(eða scripti) sem gerir honum kleyft að senda gögn (pakka) á hvaða iptölu sem er að hans vali. Þegar viðkomandi glæponi hefur komið sér upp netkerfi af sýktum tölvum þá fyrst getur hann farið að valda tjóni hjá fólki eins og mér og þér.
Hann gerir það með því að senda gögn á iptöluna þína þ.a. þessi gögn telja sem útlandanotkun (þó svo að tölvan þín neiti þessum gögnum) og því lengur sem þessar árásir standa því meira gagnamagn ert þú að sækja til útlanda.
Ég persónulega er í þessum töluðu orðum að lenda í svona árásum sem og félagi minn og erum við báðir hjá Íslandssíma. Meira um mín vandræði og kostnað á http://www.ari.is.
Að lokum vill ég biðja fólk um að vera vakandi fyrir þessu vandamáli og leita aðstoðar strax ef internetreikningurinn sýnir óvenju mikla útlandanotkun.
kv. http://blogg.ari.is