Eitt sem ég er að spá, teiknaru aldrei allan líkamann fyrst og bætir svo ofan á? Þessi teikning hefur rosalega tilfinningu eins og þú hafir bara hent þessu saman án þess að spá í anatómíunni fyrst. T.d. er búkurinn of langur og það er eins og efri parturinn sé önnur mynd, hendurnar of stuttar og svona. Svo eru lærin of löng líka.
Það er ekkert slæmt að teikna fyrst grófa skissu með bara pósinu. Svo bæta restinni inn eftirá, þegar maður er ánægður með hlutföllin.