hvernig lýst ykkur á teikninguna? endilega segið ykkar álit á hvað mætti bæta/laga.
ég var þegar búinn að fá frá vini mínum að ég mætti æfa mig betur með sjónarhornin á líkamanum og stellingar(tek undir það) og lappirnar eru eitthvað skrítnar á myndinni(sem hefur verið að ergja mig).
Á heildina litið finnst mér þetta mjög falleg teikning og flott hvernig þú gefur brynjunni rosaleg smáatriði (eins og ægishjálmurinn á vinstri handleggnum).
Þá uppá það sem má laga, sammála því að fóturinn sem snýr að okkur er eitthvað skrítinn þó ég segi ekki mikið um það þar sem þetta er mjög erfitt sjónarhorn.
Hausinn mætti vera aðeins minni en miðað við að þetta er eiginlega manga stíll þá er það ekkert óvejulegt. En það er miðað við að hausinn sé svona á milli 1/6-1/8 af líkamanum.
Jafnvægið er einnig svoldið off, eða þunginn liggur a.m.k. allur á hægri löppinni.
Væri æðislegt að fá þessa í lit með djúsí bakgrunni ;)
Bætt við 12. febrúar 2010 - 14:38 vá bara tvöfalt línubil hjá mér…rugl
Þetta er frábær mynd! Finnst líkamsstaðan bara mjög góð, allur þunginn er á hægri fæti og finnst eins og bara táinn á vinstri fæti snerti jörðina. Ef að hann á að vera þannig mætti gera það greinilegra sem skugga undir hælnum. Þá ertu allavegana búinn að redda stöðunni á kallinum.
Flottir details í brynunni, en sumstaðar liggur hún svolítið þétt upp við fötin. Td. á buxunum.. buxurnar og brynjan eru svolítið að togast á og eins og brynjan sé á sama fleti, ef þú dekkir buxunar undir brynnju dregst hún frá og virkar því meira lifandi ef þú skilur hvað ég er að fara.
Annars er þetta ekkert sem skiptir miklu máli, þetta er mjög flott. Er þetta einhver spes gaur? Úr sögu eða tölvuleik?
Hver andskotinn. þú segir nokkuð, ég googlaði Griffith manga, og þetta er bara andskoti líkt, en nei þetta á ekki að vera hann. þetta átti að vera original character eftir mig
Haha já kannast við þetta að maður semi-copyar óvart eitthvað sem er búið að gera þó að maður hafi aldrei séð/heyrt það. Bara einhver á undan og búinn að gera því að meistaraverki, damn it!
En já Berserk eru alveg mjög frægir þættir og manga. :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..